Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Page 34
32
MULAÞING
Hún fylgdist vel með öllum málum og lét uppi álit sitt, það var líkast því
að hún sæi inn í framtíðina. Eg heyrði hana halda tölu á samkomu þar
sem hún hvatti menn til að hirða allan fiskúrgang og slóg og nota það til
áburðar eða handa skepnum. Slíkt mun hafa verið nýlunda á þeim
tímum að konur væru að gangast fyrir slíkum málum.
Þorbjörg hafði góða greind, stálminnug og flugmælsk. Hún var veit-
andi alla daga börnum og fullorðnum, það var líkast því að eitthvað
sprytti í lófum hennar. Ég skrifaði dálítið eftir henni en alltof lítið, var
þá ekki búinn að fá pennann á heilann. Arni Steinsson var á þessum
tíma talinn höfuð ættarinnar, en hvort hann var betur gefinn en hin
systkinin er ekki mitt að dæma. Hér kom fleira til, hann hafði erft af
föður sínum að hjúkra sjúkum og var næmur á sjúkdóma. Þetta kom sér
vel í læknisleysinu. 011 systkinabörnin kölluðu hann bróður og það segir
sína sögu. Þrátt fyrir mikla fátækt með sitt stóra heimili var alltaf yfir
honum einhver ferskur blær sem afkoman gat aldrei þurrkað út. Slíkt
þekkti ég ekki á fátæku fólki á þeim tíma, þótt menn væru ekki með
neinar harmatölur. Kannski stóð hann betur að vígi með lán í verslunum
því kaupmennirnir sóttu um að fá hann í spil og umræður, en ekki mun
pólitíkin hafa hjálpað honum þar. Árni var lágur vexti en bar sig vel,
mikill rómur yfir máli og vel tölugur á fundum. Hann var með móbrún
augu mjög falleg, sem blossuðu og skutu neistum ef hiti færðist í um-
ræður. Pólitíkin var hans lífæð og gamla sjálfstæðisstefnan logaði í
æðum hans. Hann sótti alla pólitíska fundi sem þá voru haldnir á Foss-
völlum. Þá gisti hann alltaf hjá okkur bæði á Stóra-Steinsvaði og Geira-
stöðum. Á leið til fundarins voru máhn rædd og krufin svo söng í reisi-
fjöl baðstofunnar því pabbi var líka hávær. Ekki kom þó háværðin af því
að þeir væru ekki sammála. Þessir dagar eru mér ógleymanlegir. Þá
þurfti ekki að aga strákinn, hitt skipti ekki máli þótt hann skildi lítt í
umræðunum. Ekki var tilhlakkið minna þegar Árni kom af fundinum,
þá flutti hann ræðurnar, sem haldnar höfðu verið á hestasteininum á
Fossvöllum, með ótal blæbrigðum og sást þá oft bhk í auga undir áhersl-
um. Árni var eitthvað framámaður í hreppsmálum, en ekki hugsa ég að
hann hafi verið neitt sérstakur á því sviði. Hann var eins og margir fyrr
og síðar á rangri hihu í lífinu, hafði ekki auga fyrir búskap en gott vit á
fiski og útgerð. Bókina og landsmálin bar hæst.
Ingibjörg Jónsdóttir kona hans var ein af hetjum hversdagshfsins,
annað komst ekki þar að, nema þá með því að lengja sólarhringinn.
Segja mátti að hún bæri heimilið á herðum sér og það var sem líkast því
að hún væri alltaf við verk hvað sem tímanum leið. I heimili var milh tíu