Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Side 149

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Side 149
MÚLAÞING 145 annars staðar og við eins og heimtir úr helju að komast þetta eins mikið og gengi nú á. Morguninn eftir, 2. mars, var veður svipað, norðaustan alldimmur af snjókomu og nokkurt fjúk, frost líklega um 4°. Búið var að fá til fylgdar Gunnar Sigfússon bónda í Völvuholti og skyldi hann fylgja okkur upp á Króardalsskarð, en ekki mátti fara hina venjulegu leið vegna flóða- hættu. Króardalsskarð má heita beint upp af Firði eða fjarðarbotninum. Við fórum því beint upp brekkurnar frá Fjarðarbænum og þurftum strax að fara að skríða þegar við komum upp fyrir túnið, því brekkurnar eru snarbrattar. Þegar upp á brekkubrúnirnar er komið má venjulega ganga á skíðum, þegar þannig snjólag er og fara þá upp Króardalinn, en nú var þar snjóflóðahætta og varð því að fara aðra leið. Vestan við Króardalinn er fjallsöxl sem nefnd er Hrútatindur. Nú þurftum við enn að skríða til að komast upp á hann. Eftir það notuðum við skíðin upp að skarðsbrekku — og auðvitað skriðum við upp hana. Nú var fylgd Gunn- ars lokið og hann búinn vel að gera. Þá var tekinn upp matarbiti, og fóru svo hvorir sína leið. Nú vorum við í um 1000 metra hæð yfir sjó og ekkert flatlendi í fjallinu að norðan, efst ein stutt en snarbrött brekka sem nefnd er Prestagjót, þar getur komið snjóflóð. Síðar komst ég að því að fyrir þessa gjót má komast og notaði mér það oft ef flóðahætta eða harðfenni var. En í þetta sinn settum við skíðin undir sitjandann og fórum niður Prestagjótina. Þá tekur við smábotn og síðan Langihryggur, þar er ein brekka allbrött. í henni eru 18 símastaurar, og auðvitað sátum við á skíðunum þar niður. Við álitum að 20-25 metrar væru milli staura og hryggurinn um 400 metra allur. Þá tók við smáslakki sem ganga mátti á skíðunum, en síðan brekkurnar á móti Fjarðarsefi og auðvitað sátum við á skíðunum þar niður. Við komum niður hjá rafstöðinni og eftir það gengum við á skíðunum eins og menn, en gátum þó ekki farið manna- vegi, því þar að norðanverðu var óhlaupið, en búist við hlaupi, enda kom það morguninn eftir. Að sunnanverðu var búið að hlaupa úr brekk- unum. Mátti heita að samfeflt hlaup væri út undir kaupstað og ekkert þægilegt að ganga það á skíðunum, enda farið að skyggja. Póstinn fengum við afgreiddan fljótt á Seyðisfirði og fórum svo í gististað sem var í Skaftfelli hjá Bjarna gullsmið. Þar var gott að gista. Um kvöldið skemmti ég mér við að horfa á tvo menn — stjörnur úr bæjarlífmu á Seyðisfirði. Þeir voru að spila kasínu og lögðu í borðið álitlegar stúlkur sem þeir spiluðu um, en hvort árangur hefur orðið nokkur af þessu er mér ókunnugt. Múlaþing 10
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.