Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Síða 159
MULAÞING
155
Bréfið
Bjarni Oddsson fékk sýslu í Múlaþingi árið 1630 og sat þá að Asi í
Fellurn, en síðar að Bustarfelli í Vopnafirði. Hann hófst þegar handa
um að brýna fyrir Borgfirðingum að virða kóngsins tilskipanir um versl-
unarbann við duggara.
Daginn fyrir Þingmaríumessu, þ. e. 1. júlí, árið 1633 er lesið upp í
lögréttu á Alþingi „Inntak úr bréfi Arna lögmanni til skrifað úr Borgar-
firði í Desjarmýrar- og Njarðvíkur kirkjusókn“. Inntakið er á þessa leið:
,,Sé yður kunnugt, að vor yfirvaldsmaður, bóndinn Bjarni Oddsson,
hefur opinberað fyrir oss forboð vors náðuga herra og kongs, kongs
Christians 4. með það nafn um engelskan kaupskap, það að íslenzkir
megi hvorki veiðarfæri, sem er strengi og línur eður neitt annað, við
Engelska víxla eða neina höndlun við þá hafa. En með því að við þessa
sjávarsíðu, eður hér um fjörður, hafa fátækir menn mesta björg og
uppheldi af fiskifari, svo sem yðar heiðursemi kann nærri að geta, þá
þurfa þeir sífeldlega að kaupa veiðarfærin til sinnar nauðþurftar og fyrir
sín skip, hver mjög opt misfarast bæði í stórdráttum og svo með öðru
móti, svo sem dagleg reynsla sýnir, svo einn fátækur maður kann hér
ekki við færri strengi að hjálpast en þrjá, svo þó sem ekkert skip úti
hefur og engan mann, nema sig sjálfan, þeir íleiri, sem meira hafa um
að vera, svo fátækir menn geta ei opt goldið sínar skuldir. Og jafnvel
(má ske) missi kongurinn sinn skatt fyrir þá stóru þörfnun, sem þeir
hafa á strengjunum, ef þeir skulu og ekki heldur af Engelskum veiðar-
færin kaupa. I öðru lagi, nær selur gengur, þá á vetur líður, kunna
menn honum ekki að ná hér vegna nótaleysis, hvað þó gjörir ekki hinn
minnsta skaða, ekki alleinasta íslenzkum, heldur og einnin dönskum
kaupmönnum, svo sem vér megum fullkomlega klaga ei sízt. I þriðja
lagi komast ekki fátækir menn héðan úr sveit í kaupstaðina, þar hér eru
margir þeir, sem öngvan færleik eiga, en sumir einn, sumir tvo, sumir
þrjá, og þeir fæstir, þar með langur og torveldur vegur í kaupstaðina
yfir ferjur og heiðar, svo menn eru ekki skemur en viku aptur og fram á
þeirri sinni reisu. Einninn margir einvirkjar og mega ei heiman fara á
miðjum hjálpartíma sumarsins. I fjórða máta hafa menn ekki fengið
veiðarfærin, svo sem þeim hefur þarfnast, af Dönskum, þá í kaupstað-
inn hafa komizt og stundum með öllu synjandi farið, svo sem nú gefur
raun vitni þetta fyrirfarandi ár, anno 1632. Og biðjum vér yður auð-
mjúklega guðs vegna og fyrir skyldu yðar embættis þessa vora klögun
fyrir Companiið ad láta koma, svo sem og fyrir vor yfirvöld andleg og