Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Síða 174

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Síða 174
170 MULAÞING ir, einhver hinn fyrsti í þeirri stétt hér á landi. Hann er jarðsettur í Papey. Þau Jón og kona hans seldu eyna og fluttu til Ameríku. Ari Brynjólfs- son, síðar bóndi og alþingismaður á Þverhamri í Breiðdal, flutti í Papey 1882 með konuefni sitt, Ingibjörgu Högnadóttur, og kvæntist henni um sumarið, en Ari var þá ungur maður, en ekki auðugur og gat því ekki snarað út jarðarverðinu. En þá kom til sögunnar maður að nafni Lárus Guðmundsson, norðlenskur að ætt. Hann var þá búsettur á Brimnesi við Seyðisfjörð. Hann bauðst til að kaupa jörðina og borga hana út í peningum, sem voru níu þúsund krónur. Þá er sagt að ærin hafi verið virt tíu krónur framgengin að vori. Samkvæmt þessu hefur Papey kost- að 900 ærverð. [En sagt er að jarðarverðinu hafi verið stolið af Jóni, eða mestu af því, áður en hann komst til Ameríku.] Nú fór það svo að Ari bjó ekki nema í eitt ár í Papey, því að þá flutti Lárus þangað og bjó þar fram undir aldamót er Eiríkur Jónsson keypti af honum og flutti til Papeyjar. Lárus var stórbóndi í Papey og var löngum kallaður hinn ríki. Hann og kona hans, Kristbjörg Jónsdóttir, fluttu í húsmennsku til Ara og Ingibjargar á Þverhamri. Þá var Krist- björg búin að vera heilsubiluð um langt árabil, en Lárus var hraustur. Þó varð það svo, að þau höfðu stutt dvalið á Þverhamri þegar hann andaðist, varð bráðkvaddur á Berufjarðarskarði í júní árið 1900. Hann hafði gist í Berufirði hjá Benedikt Eyjólfssyni presti þar og prestur gengið með honum á leið. Næsta dag fór maður yfir skarðið og fann þar Lárus örendan á leiðinni. Margt mætti fleira segja um Lárus og hans æviferil, en ég fer ekki út í það, er líka komin aftur að aldamótaárinu. En nú get ég ekki látið hjá líða að minnast á hinn alræmda draug Skála-Brand, sem var mikið umræddur hér fyrr meir, fór víða, og einnig út í Papey. Þegar börn Gísla í Papey voru að alast upp var fenginn um tíma kennari handa þeim, Antoníus Sigurðsson af Berufjarðarströnd. Hann var vel hag- mæltur. Um þetta leyti mun hann hafa átt heima á Djúpavogi. Skála- Brandur þótti fylgja ætt þeirri sem Antoníus var kominn af. Einn dag bar svo við er sumt af heimilisfólkinu í Papey var statt í baðstofu, en Antoníus var úti við, að Jóhanna, seinni kona Gísla, fer að minnast á það, að aldrei sitji kennarinn á rúmi Sigríðar sem þá var ung stúlka heima. Atti hún fallegt hvítt teppi yfir rúmi sínu. Sigríður tók fljótt undir og sagðist ekki kæra sig um að kallinn sæti á rúminu sínu, á hvíta fína teppinu. Nú leið að kvöldi og tók fólk á sig náðir og sofnaði. En þegar Sigríður er að vakna um morguninn finnst henni einhver
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.