Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Qupperneq 174
170
MULAÞING
ir, einhver hinn fyrsti í þeirri stétt hér á landi. Hann er jarðsettur í
Papey.
Þau Jón og kona hans seldu eyna og fluttu til Ameríku. Ari Brynjólfs-
son, síðar bóndi og alþingismaður á Þverhamri í Breiðdal, flutti í Papey
1882 með konuefni sitt, Ingibjörgu Högnadóttur, og kvæntist henni um
sumarið, en Ari var þá ungur maður, en ekki auðugur og gat því ekki
snarað út jarðarverðinu. En þá kom til sögunnar maður að nafni Lárus
Guðmundsson, norðlenskur að ætt. Hann var þá búsettur á Brimnesi
við Seyðisfjörð. Hann bauðst til að kaupa jörðina og borga hana út í
peningum, sem voru níu þúsund krónur. Þá er sagt að ærin hafi verið
virt tíu krónur framgengin að vori. Samkvæmt þessu hefur Papey kost-
að 900 ærverð. [En sagt er að jarðarverðinu hafi verið stolið af Jóni, eða
mestu af því, áður en hann komst til Ameríku.]
Nú fór það svo að Ari bjó ekki nema í eitt ár í Papey, því að þá flutti
Lárus þangað og bjó þar fram undir aldamót er Eiríkur Jónsson keypti
af honum og flutti til Papeyjar. Lárus var stórbóndi í Papey og var
löngum kallaður hinn ríki. Hann og kona hans, Kristbjörg Jónsdóttir,
fluttu í húsmennsku til Ara og Ingibjargar á Þverhamri. Þá var Krist-
björg búin að vera heilsubiluð um langt árabil, en Lárus var hraustur.
Þó varð það svo, að þau höfðu stutt dvalið á Þverhamri þegar hann
andaðist, varð bráðkvaddur á Berufjarðarskarði í júní árið 1900. Hann
hafði gist í Berufirði hjá Benedikt Eyjólfssyni presti þar og prestur
gengið með honum á leið. Næsta dag fór maður yfir skarðið og fann þar
Lárus örendan á leiðinni.
Margt mætti fleira segja um Lárus og hans æviferil, en ég fer ekki út í
það, er líka komin aftur að aldamótaárinu. En nú get ég ekki látið hjá
líða að minnast á hinn alræmda draug Skála-Brand, sem var mikið
umræddur hér fyrr meir, fór víða, og einnig út í Papey. Þegar börn
Gísla í Papey voru að alast upp var fenginn um tíma kennari handa
þeim, Antoníus Sigurðsson af Berufjarðarströnd. Hann var vel hag-
mæltur. Um þetta leyti mun hann hafa átt heima á Djúpavogi. Skála-
Brandur þótti fylgja ætt þeirri sem Antoníus var kominn af.
Einn dag bar svo við er sumt af heimilisfólkinu í Papey var statt í
baðstofu, en Antoníus var úti við, að Jóhanna, seinni kona Gísla, fer að
minnast á það, að aldrei sitji kennarinn á rúmi Sigríðar sem þá var ung
stúlka heima. Atti hún fallegt hvítt teppi yfir rúmi sínu. Sigríður tók
fljótt undir og sagðist ekki kæra sig um að kallinn sæti á rúminu sínu, á
hvíta fína teppinu. Nú leið að kvöldi og tók fólk á sig náðir og sofnaði.
En þegar Sigríður er að vakna um morguninn finnst henni einhver