Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Page 212

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Page 212
208 MÚLAÞING Sömu sögu er að segja af þeim er laust mál rita. Þeir þekkja ekki einatt tilvitnanir í þeirra eigin verk, sem lesendur þeirra hafa gjarna á reiðum höndum. Minnist ég þess er Halldór Laxness gataði fyrir fáum árum á því í sjónvarpinu hvar í ritum hans stæði kaíli sá, er ég ætla hvað frægastan þess er hann hefur ritað, og er svohljóð- andi: ,,Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í himninum, þar búa ekki framar neinar sorgir og þessvegna er gleðin ekki nauðsynleg, þar ríkir fegurðin ein, ofar hverri kröfu.“ Ekki er langt síðan Þorsteinn á Asgeirs- stöðum fór fyrir mig með sléttubandavísu, kvaðst hafa fundið hana hjá sér á miða en ekki geta áttað sig á hvort hún væri eftir sig eða hann hefði heyrt hana einhvers staðar og skrifað hjá sér. Læt ég vísuna koma hér sem dæmi þess sem hér að framan er ritað: Betur stunda lipran ljá lyndi guma hvetur. Vetur bundið enda á yndi sumars getur. — S. Ó. P. MERKUR FORNLEIFA- FUNDUR í SKRIÐDAL Fyrir nokkru fannst merkilegt kuml neðan við Mið-Sandfell í Skriðdal. Kumlið er talið vera frá 10. öld eða eldra. Á milli bæjanna Stóra-Sandfells og Litla-Sandfells er Mið-Sandfell, þar sem móta sést fyrir tóftaþústum, sem Hermann Jónsson, bóndi í Stóra-Sandfelli giskar á að séu fornar bæjarrústir. Vitað er að síð- ast var búið þar 1746. Beitarhús voru þar frá Stóra-Sandfelli um langa hríð, en voru lögð niður 1906. Utan um þessar tættur og túnkraga, sést vel móta fyrir tveim tún- görðum. Innri garðurinn er frá árinu 1886. Mið-Sandfellslækurinn rennur fyrir utan ytri garðinn. Nú í vor (1982) var unnið að nýbyggingu vegar á milli Sandfellsbæjanna. Nýi vegur- inn er aðeins nær túngarðinum á Mið- Sandfelli en hinn eldri var. Dag einn snemma í júní varð ýtumaður, Ármann Magnússon, sem var að ýta upp í veginn neðan við túngarðinn, var við bein sem komu upp. Hann fór að athuga þetta nán- ar, tíndi saman beinin og fann þá líka hringamél. Verkstjórinn, Magnús Jóhannsson, og íleiri menn, þar á meðal Hermann Jónsson í Stóra-Sandfelli, skoðuðu beinin sem reyndust vera hrossbein. Kom þeim saman um að stöðva verkið og tilkynnti Guðni Nikulásson, héraðsverkstjóri Vegagerðar- innar, þjóðminjaverði um fundinn. Þjóð- minjavörður sendi Guðna Ólafsson safn- vörð austur, og honum til aðstoðar kom síðan Ragnheiður Þórarinsdóttir minja- vörður á Egilsstöðum. Könnuðu þau graf- arstæðið og fundu greinilega móta fyrir hrossgröf. I henni fannst gjarðarhringja. I mjórri gröf, sem fannst sunnan við hrossgröfina, fundu þau silfurnælu, mikla gersemi, fjórar glerperlur, bláar að lit, og einnig fundu þau glerung úr tönn. Töldu þau þarna vera konugröf. Algengt var í heiðnum sið að leggja hest í gröf höfðingja. Kuml þetta er 10 metra frá nýja veginum. Þetta er dæmi um að þörf er á, að ýtu- menn sýni aðgætni og varkárni við verk sín. Guðni Nikulásson hlóð kumlið upp sem líkast því sem það kom mönnum fyrir sjón- ir. Þess er vert að geta, að árið 1896 fannst kuml á Vaði í Skriðdal, en Vað er í vestur- hlíð dalsins, sem næst beint á móti Mið- Sandfelli. I þessu kumli voru bein og þar fannst silfurnæla með sléttu munstri. Er hún varðveitt á Þjóðminjasafninu. Dýrgripir þessir sanna að ríkmannlega hefur verið búið í Skriðdal á 10. öld. — Stefán Bjarnason.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.