Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Síða 212
208
MÚLAÞING
Sömu sögu er að segja af þeim er laust
mál rita. Þeir þekkja ekki einatt tilvitnanir
í þeirra eigin verk, sem lesendur þeirra
hafa gjarna á reiðum höndum. Minnist ég
þess er Halldór Laxness gataði fyrir fáum
árum á því í sjónvarpinu hvar í ritum hans
stæði kaíli sá, er ég ætla hvað frægastan
þess er hann hefur ritað, og er svohljóð-
andi:
,,Þar sem jökulinn ber við loft hættir
landið að vera jarðneskt, en jörðin fær
hlutdeild í himninum, þar búa ekki framar
neinar sorgir og þessvegna er gleðin ekki
nauðsynleg, þar ríkir fegurðin ein, ofar
hverri kröfu.“
Ekki er langt síðan Þorsteinn á Asgeirs-
stöðum fór fyrir mig með sléttubandavísu,
kvaðst hafa fundið hana hjá sér á miða en
ekki geta áttað sig á hvort hún væri eftir sig
eða hann hefði heyrt hana einhvers staðar
og skrifað hjá sér.
Læt ég vísuna koma hér sem dæmi þess
sem hér að framan er ritað:
Betur stunda lipran ljá
lyndi guma hvetur.
Vetur bundið enda á
yndi sumars getur.
— S. Ó. P.
MERKUR FORNLEIFA-
FUNDUR í SKRIÐDAL
Fyrir nokkru fannst merkilegt kuml neðan
við Mið-Sandfell í Skriðdal. Kumlið er talið
vera frá 10. öld eða eldra.
Á milli bæjanna Stóra-Sandfells og
Litla-Sandfells er Mið-Sandfell, þar sem
móta sést fyrir tóftaþústum, sem Hermann
Jónsson, bóndi í Stóra-Sandfelli giskar á
að séu fornar bæjarrústir. Vitað er að síð-
ast var búið þar 1746. Beitarhús voru þar
frá Stóra-Sandfelli um langa hríð, en voru
lögð niður 1906. Utan um þessar tættur og
túnkraga, sést vel móta fyrir tveim tún-
görðum. Innri garðurinn er frá árinu 1886.
Mið-Sandfellslækurinn rennur fyrir utan
ytri garðinn.
Nú í vor (1982) var unnið að nýbyggingu
vegar á milli Sandfellsbæjanna. Nýi vegur-
inn er aðeins nær túngarðinum á Mið-
Sandfelli en hinn eldri var. Dag einn
snemma í júní varð ýtumaður, Ármann
Magnússon, sem var að ýta upp í veginn
neðan við túngarðinn, var við bein sem
komu upp. Hann fór að athuga þetta nán-
ar, tíndi saman beinin og fann þá líka
hringamél.
Verkstjórinn, Magnús Jóhannsson, og
íleiri menn, þar á meðal Hermann Jónsson
í Stóra-Sandfelli, skoðuðu beinin sem
reyndust vera hrossbein. Kom þeim saman
um að stöðva verkið og tilkynnti Guðni
Nikulásson, héraðsverkstjóri Vegagerðar-
innar, þjóðminjaverði um fundinn. Þjóð-
minjavörður sendi Guðna Ólafsson safn-
vörð austur, og honum til aðstoðar kom
síðan Ragnheiður Þórarinsdóttir minja-
vörður á Egilsstöðum. Könnuðu þau graf-
arstæðið og fundu greinilega móta fyrir
hrossgröf. I henni fannst gjarðarhringja.
I mjórri gröf, sem fannst sunnan við
hrossgröfina, fundu þau silfurnælu, mikla
gersemi, fjórar glerperlur, bláar að lit, og
einnig fundu þau glerung úr tönn. Töldu
þau þarna vera konugröf. Algengt var í
heiðnum sið að leggja hest í gröf höfðingja.
Kuml þetta er 10 metra frá nýja veginum.
Þetta er dæmi um að þörf er á, að ýtu-
menn sýni aðgætni og varkárni við verk
sín.
Guðni Nikulásson hlóð kumlið upp sem
líkast því sem það kom mönnum fyrir sjón-
ir.
Þess er vert að geta, að árið 1896 fannst
kuml á Vaði í Skriðdal, en Vað er í vestur-
hlíð dalsins, sem næst beint á móti Mið-
Sandfelli. I þessu kumli voru bein og þar
fannst silfurnæla með sléttu munstri. Er
hún varðveitt á Þjóðminjasafninu.
Dýrgripir þessir sanna að ríkmannlega
hefur verið búið í Skriðdal á 10. öld. —
Stefán Bjarnason.