Jón á Bægisá - 01.11.2000, Side 18

Jón á Bægisá - 01.11.2000, Side 18
Truman Capote Hús blómanna Að réttu lagi hefði Ottilie átt að vera hamingjusamasta stúlkan í Port- au-Prince. Eða eins og Baby sagði við hana: Hugsaðu bara um allt sem þú hefur. Eins og hvað? sagði Ottilie, því hún var hégómleg og tók skjall fram yfir bæði svínarif og ilmvatn. Til dæmis útlitið, sagði Baby: þú hef- ur svo fallega, ljósa húð, næstum alveg blá augu og svo snoturt, sætt and- lit — engin stúlknanna á götunni á sér öruggari viðskiptavini og hver þeirra er reiðubúinn að gefa þér allan þann bjór sem þú torgar. Ottilie samsinnti að allt væri þetta satt og taldi brosandi upp fleiri gæði sem henni höfðu hlotnast: Ég á fimm silkikjóla og græna satínskó, og ég er með þrjár gulltennur sem eru þrjátíu þúsund franka virði, og svo getur verið að herra Jamison eða einhver gefi mér annað armband. En Baby, sagði hún andvarpandi og gat ekki komið vansæld sinni í orð... Baby var besta vinkona hennar; hún átti sér aðra vinkonu líka: Rosítu. Baby var eins og hjól, kringlótt og snerist í sífellu; grænar rendur eftir óekta hringi voru á nokkrum feitra fingranna, tennurnar í henni voru eins og kolbrunnir trjástubbar og þegar hún hló mátti heyra það út á sjó, eða svo sögðu sjómennirnir. Rosíta, hin vinkona hennar, var hærri en flestir karlmenn og sterkari að auki; á kvöldum, þegar hún var með við- skiptavin sér við hlið, gekk hún tiplandi skrefum og talaði með flónslegri dúkkurödd, en á daginn skálmaði hún rösklega áfram og talaði með her- mannlegri barytonrödd. Báðar vinkonur Ottilie voru frá Dóminíkanska lýðveldinu og fannst það næg ástæða til að telja sig nokkru æðri heima- stúlkunum sem voru dekkri á hörund. Þær fengust ekki um þótt Ottilie teldist til þeirra innfæddu. Þú hefur vit í kollinum, sagði Baby við hana, og víst var um að þætti Baby eitthvað eftirsóknarvert, þá var það að hafa vit í kollinum. Ottilie óttaðist iðulega að vinkonur hennar uppgötvuðu að hún kunni hvorki að lesa né skrifa. Húsið sem þær bjuggu og störfuðu í var hrörlegt, mjótt eins og turn og prýtt svölum sem grannar, hlykkjóttar klifurplöntur liðuðust um. Þótt úti fyrir væri ekkert skilti, bar það nafnið Champs-Élysóes. Eigandinn, 16 á .TSayÁiá - TÍMARIT ÞÝÐENDA NR. 5 / 2000
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.