Jón á Bægisá - 01.11.2000, Side 20

Jón á Bægisá - 01.11.2000, Side 20
Truman Capote Þetta olli henni slíku hugarangri að um síðir fór hún á fund Houngans sem bjó í hæðunum ofan við borgina. Ólíkt vinkonum sínum límdi Ottilie ekki myndir af kristilegu tagi á herbergisveggina hjá sér; hún trúði ekki á Guð heldur á marga guði: á matinn, ljósið, dauðann, hörm- ungarnar. Hounganinn var í tengslum við þessa guði; leyndarmál þeirra geymdi hann á altari sínu, gat heyrt raddir þeirra í skrölti í graskeri, gat útdeilt valdi þeirra í mixtúrum sem hann bruggaði. Og Hounganinn, sem talaði fyrir munn guðanna, færði henni þessi skilaboð: Þú verður að veiða villibýflugu, sagði hann, og kreppa lófann utan um hana... ef bý- flugan stingur þig ekki, veistu að þú hefur fundið ástina. A heimleiðinni hugsaði hún um herra Jamison. Hann var maður kom- inn yfir fimmtugt, Bandaríkjamaður, sem tengdist verktakafyrirtæki. Gullarmböndin sem hringluðu á úlnliðunum á henni voru gjafir frá hon- um og þegar Ottilie gekk fram hjá girðingu, sem var snjóhvít af hunangs- gresi, spurði hún sjálfa sig hvort hún væri kannski ástfangin af herra Jamison. Svartar býflugur sátu eins og blómafesti á hunangsgresinu. Með ákveðinni hreyfingu handarinnar klófesti hún oina sem mókti þar. Stungan var eins og löðrungur sem fékk hana til að falla niður á knén; og þarna kraup hún og grét, þar til erfitt var að vita hvort býflugan hefði stungið hana í höndina eða augun. Kominn var mars og kjötkveðjuhátíðin í vændum. Á Champs Élysées voru stúlkurnar að sauma sér grímubúninga; Ottilie sat auðum höndum, því hún hafði ákveðið að vera ekki í neinum grímubúningi. Alla „húrra- húrra-helgina“, meðan trumburnar dundu og tunglið reis æ hærra á himninum, sat hún við gluggann sinn og horfði annars hugar á litlu söngflokkana fara um götuna með dansi og bumbuslætti; hún hlustaði á blístrið og hláturinn og fann enga löngun hjá sér til að slást í hópinn. Menn gætu haldið að þú værir þúsund ára gömul, sagði Baby, og Rosíta sagði: Ottilie, hvers vegna kemurðu ekki með okkur á hanaatið? Hún var ekki að tala um neitt vanalegt hanaat. Keppendur voru komn- ir frá öllum hlutum eyjarinnar og höfðu meðferðis illvígustu fuglana sína. Ottilie hugsaði sem svo að hún gæti rétt eins farið með og skrúfaði tvær perlur á eyrun. Þegar þær komu var keppnin þegar hafin; í feikn- stóru tjaldi var heilt mannhaf sem stundi og orgaði, meðan önnur hors- ing, þoir sem ekki komust inn, braust um úti fyrir. Aðgangur var engum erfiðleikum bundinn fyrir ungfrúrnar frá Champs Élysées: vinur þeirra, lögreglumaður, ruddi þeim braut og kom þeim fyrir á bekk næst hringn- um. Sveitafólkið umhverfis þær vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þeg- ar það skyndilega var komið í svona prúðbúinn félagsskap. Það leit 18 á .ýBery/'iá — TfMARlT ÞÝDENDA NR. 5 / 2000
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.