Jón á Bægisá - 01.11.2000, Side 38

Jón á Bægisá - 01.11.2000, Side 38
Karen Blixen þak hans. Síðan féll hann á kné frammi fyrir henni. Hún laut höfði hlý- lega í átt til hans og horfði á hann dökkum augum með löngum bráhár- um. „Lengi hefur þú borið mig í hjarta þínu, þjónn minn Saufe,“ hvísl- aði hún. „Nú er óg komin til að sjá þann smáa bústað minn. Hve lengi ég þarf að dvelja í húsi þínu, veltur á auðmýkt þinni og auðsveipni hvað vilja minn varðar." Síðan settist hún með krosslagða fætur á þakið, en hann hélt áfram að krjúpa og þau töluðu saman. „Satt að segja,“ sagði hún, „þurfum við englarnir ekki vængi til að fara milli himins og jarðar, hendur og fætur nægja. Ef við tvö verðum mjög góðir vinir, þá verður það eins með þig og þú getur eyðilagt vængina sem þú ert að vinna að.“ Titrandi af æsingi spurði hann hana hvernig slíkt flug væri mögulegt, þvert ofan í öll lögmál vísindanna. Hún hló að honum, og hlátur henn- ar hljómaði einsog lítil, skær bjalla. „Þið mannfólkið," sagði hún, „hafið unun af lögmálum og rökræð- um og trúið blint á þau orð sem menn tuldra gegnum skeggið. En ég mun sýna þér að við englar tölum um mildilegri hluti, og tölum mildi- legar um hlutina. Ég mun kenna þér hvernig menn og englar öðlast fullkominn skilning án deilna, með himnesku móti.“ Og þetta gerði hún. í heilan mánuð var hamingja nemans svo mikil að hjarta hans tapaði áttum. Hann gleymdi algerlega verkefni sínu og lagði sig tímunum sam- an eftir himinbornum skilningi. Hann sagði við Thusmu: „Nú sé ég að engillinn Eblis hafði rétt fyrir sér þegar hann sagði við Guð: „Ég hef allt fram yfir Adam. Hann skópst þú af leir, en mig af eldi.“ Og enn vitnaði hann í Ritninguna og andvarpaði: „Hver sá sem er óvinur englanna er óvinur Guðs.“ Hann hafði engilinn í húsinu, því hún hafði sagt honum að yndisleiki hennar mundi blinda óverðuga í Shiraz. Aðeins um nætur fór hún með honum upp á þak og saman horfðu þau á nýjan mána. Nú vildi það svo til að dansmærin varð mjög hrifin af trúfræðineman- um, því andlit hans var frítt og dulin lífsorka hans gerði hann ákjósan- legan elskhuga. Þess utan hafði henni skilist af gamla ráðgjafanum að hann óttaðist þennan dreng og vængina hans, teldi þá ógn við samborg- ara sína og ríkið, og hún hugleiddi að hún vildi sjá gamla ráðgjafann, samstarfsmenn hans og ríkið missa fótanna. Ástúð hennar gagnvart þess- um unga vini sínum gerði hjarta hennar næstum eins milt og hans. Þegar tungl var fullt og allur bærinn baðaður geislum, sátu þau tvö á þakinu, þétt saman. Hann strauk henni og sagði: „Síðan ég kynntist þér 36 á .93ar,yÁiá- — TÍMARIT ÞÝÐENDA NR. 5 / 2000
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.