Jón á Bægisá - 01.11.2000, Side 50

Jón á Bægisá - 01.11.2000, Side 50
Georg Trottmann skógardoktorinn á framdekkið, til þess að hinir farþegarnir mættu sjá hann, og af því að þar var ferskt loft og sólskin. En hann staðnæmdist og streittist á móti. „Bara ekki sólskin!" sagði hann, „við .Afríkanar’ erum hræddir við sólsting. Sólskinið okkar yfir miðbaugnum er hættulegt." Þetta var augljóst, því jafnvel í mollunni innandyra tók hann hvorki ofan hattinn né sólgleraugun. Og meðan ferjan öslaði fram hjá seglbátum, árabátum og stigbátum, þar sem bátsverjar höfðu ekki minnstu áhyggjur af að vera berhöfðaðir í hádegissólinni, sagði hann mór hrollvekjandi sögur af afrísku sólstung- unni. Til dæmis hafði vikapiltur á trúboðsstöðinni fengið sér hádegis- blund í legustól á veröndinni, án þess að hafa hitabeltishjálminn á höfð- inu. í gegnum fimmeyringsstórt gat á stráþakinu hafði örmjór sólargeisli skinið á höfuð hans. Alvarleg hitasótt með óráði voru afleiðingarnar. Og hitabeltishjálmarnir björguðu heldur ekki öllu. Eitt sinn hafði bílstjóri á jeppabifreið trúboðsstöðvarinnar, Dani, verið á ferð um skógarstíg og þurft að skipta um dekk. Við það hafði hann þurft að lúta það mikið að sólin hafði náð að skína inn undir hjálminn á hnakkann á honum. Um kvöldið hafði honum sortnað fyrir augum, og um nóttina var hann orð- inn fársjúkur. Þegar við sigldum fram hjá nýja baðstaðnum við Tiefbrunnen, þar sem allt var morandi í hálfnöktu fólki, varð mér ljóst hve miklu auðveld- ara var að búa hér en í hinni heitu Afríku. Og þá missti ég út úr mér: „Sólskinið okkar er alveg meinlaust. Okkur þykir bara ágætt að fá að sjá til sólar. Gullgrafara-Jack, Kaspar Námustjóri og ég, við sofum oft allan liðlangan daginn undir skiltinu .Háspenna - Lífshætta’ og enginn okkar hefur nokkru sinni fengið óráð af því. Bara Námustjórinn, en það var af eplavíninu en ekki sólinni." En ég iðraðist þess strax að hafa ljóstrað einhverju upp um fortíð mína. Þetta hlaut doktornum að mislíka. Hann virti mig líka fyrir sér frá hvirfli til ilja. En hann sagði ekkert, brosti bara skilningsríku brosi. Eg einsetti mér að hafa taumhald á tungu minni, svo að ég glataði ekki aftur því jákvæða áliti, sem ég vissulega hafði áunnið mér fram til þessa. En hann virtist hafa tekið sérstaklega eftir þessu með svefninn. Því nú fór hann að tala um afrísku svefnsýkina. Við það varð mér býsna órótt, þegar mér varð hugsað til tilveru okkar undir Sihl-veggnum. Doktorinn sagði mér frá negra, sem olli hvítri eiginkonu sinni mikl- um áhyggjum, því hann sofnaði stöðugt, jafnvel standandi eða gangandi, og meira að segja í miðjum þysnum á markaðstorginu. Aumingja negrinn var með svefnsýki, en hafði bara ekki hugmynd um það. 48 á — TÍMARIT ÞÝÐENDA NR. 5 / 2000
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.