Jón á Bægisá - 01.11.2000, Síða 70

Jón á Bægisá - 01.11.2000, Síða 70
Isaac Bashevis Singer sem lifa lengi. Um fertugt fór hann að sýna ellimerki. Hann valhoppaði sjaldan nú orðið, og sjón hans var ekki eins skörp og hún hafði verið. Naftalí var þegar orðinn grár fyrir hærum og börnin kölluðu hann áfa. Einu sinni var Naftalí sagt að á veginum milli Lúblín og Varsjár væri óðalssetur þar sem allir bóksalar kæmu, vegna þess að eigandinn væri mjög hrifinn af að lesa og hlusta á sögur. Naftalí spurði til vegar, og hon- um var vísuð leiðin þangað. Allt sem hafði verið sagt, reyndist vera sannleikanum samkvæmt. Eigandi setursins, Reb Falik, bauð hann hjart- anlega velkominn og keypti af honum margar bækur. Börnin í bænum í grenndinni höfðu þegar heyrt um sögumanninn Naftalí, og þau hrifsuðu allar sögubækur sem hann hafði haft með sér. Reb Falik átti marga hesta á beit, og þegar þeir sáu Sokka tóku þeir honum sem einum úr hópnum. Sokki fór snarlega að bíta gras þar sem óx breiða af gulum blómum, og Naftalí sagði Reb Falik hverja söguna á fætur annarri. Það var hlýtt í veðri og fuglarnir sungu, kvökuðu og trilluðu hver með sínu nefi. Setrinu fylgdi skóglendi þar sem uxu gamlar eikur. Sumar eikurnar voru svo gildar að þær hlutu að vera hundrað ára gamlar. Naftalí varð sérstaklega starsýnt á eik sem stóð á miðju engi. Það var sú gildasta eik sem Naftalí hafði augum litið. Rætur hennar teygðu sig um víðan völl, og það var auðfundið að þær stóðu djúpt. Laufkróna eikarinnar breiddi úr sér, og varpaði stórum skugga. Þegar Naftalí sá þessa risavöxnu eik, sem hlaut að vera eldri en allar hinar eikurnar á svæðinu, datt honum í hug: „Því er nú verr og miður að eikartré skuli ekki hafa munn til að segja með honum sögur." Þessi eik hafði lifað margar kynslóðir fólks. Hugsanlega hefur hún rakið uppruna sinn til þeirra tíma þegar menn trúðu enn á stokka og steina í Póllandi. Hún þokkti áreiðanlega þá tíma þegar gyðingarnir höfðu komið til Póllands frá þýsku ríkjunum þar sem þeir höfðu verið ofsóttir, og pólski konungurinn, Kasimir I, hafði opnað landið fyrir þeim. Naftalí áttaði sig skyndilega á því að hann var þreyttur á farand- lífinu. Nú öfundaði hann eikina af að hafa staðið svo lengi á sama stað, djúpum rótum í jörð Guðs. I fyrsta sinn í lífinu varð Naftalí gripinn löng- un til að setjast að á einum ákveðnum stað. Hann hafði líka hestinn sinn í huga. Sokki var vafalaust lúinn á að brokka eftir vegunum. Hann hefði gott af því að fá hvíld síðustu æviárin. Rétt í þann mund sem Naftalí stóð þarna og var að hugsa þetta, kom eigandi setursins, Reb Falik, í vagni sínum. Hann stöðvaði kerruna rétt hjá Naftalí og sagði: „Ég só að þú ert djúpt hugsi. Segðu mér hvað þú ert að hugsa.“ Fyrst ætlaði Naftalí að segja Reb Falik að margskonar heimskulegir 68 á JföaeýMttá — Tímarit i»ýdenda nr. 5 / 2000
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.