Skagfirðingabók - 01.01.2014, Qupperneq 13

Skagfirðingabók - 01.01.2014, Qupperneq 13
ÆVIMINNINGAR 13 enda var hann meira gefinn fyrir sjósókn en búskap. Búpeningur var hafður í þrennu lagi, sauðir í Gjávík, ær í Melkoti og lömb, hross og kýr heima. Mikinn mannskap þurfti til að huga að þessu öllu og heyja handa því, auk vinnunnar við útgerðina. Fært var frá fram til 1916. Við börnin vorum látin sitja yfir ánum og þótti það afar leiðinlegt verk. Mikil vinna var að vinna úr mjólkinni. Selt var smjör og skyr og mikið notað af mjólkurmat á heimilinu sjálfu. Móðir mín var myndarleg og hagsýn búkona og stjórnaði heimilinu vel. Hún hafði lært fatasaum á Akureyri og saumaði föt heimilisfólksins. Vinnukonurnar þjónuðu vinnumönnunum, og hafði hver vinnumaður sína þjónustu, sem dró plöggin af honum og þvoði þau og þurrkaði. Vart hefði þetta fallið rauð- sokkum nútímans í geð, því að þessi þjónustubrögð voru gjarnan unnin í frítíma kvennanna og á sunnudögum. En þetta var ungt fólk, og menn litu gjarnan hýrt til þjónustunnar sinnar, ef hún var góð. Stundum urðu úr þessu pör, sem entust vel og lengi. Bókakostur var góður í Felli og faðir minn las Íslendingasögurnar á hverjum vetri. Síðar kom lestrarfélag, og er mér sérstaklega minnisstæð bókin Barn náttúrunnar, sem ég fékk að láni þar. Faðir minn keypti öll blöð, sem út komu. Hann var mikill sjálfstæðismaður og einstefnumaður í pólitík. Ég held að flestir í sveitinni hafi verið sama sinnis, því að eftir höfðinu dansa limirnir. Kvöldvökur voru ekki haldnar í Felli að staðaldri og húslestrar ekki lesnir nema á stórhátíðum. Messað var annan hvern sunnudag, og hefur það eflaust þótt nógur skammtur af guðrækninni. Amma mín las þó alltaf húslestur fyrir sig eina þann sunnudag, sem ekki var messað, enda var hún prestsdóttir. Að fyrstu bernskuminningu minni slepptri leið bernskan tíðindalítið fram til 8. desember 1903. Þá varð ég átta ára. Móðir mín hélt mér góða veislu, og þetta var mikill gleðidagur. Tveimur dögum síðar, eða 10. desember, vaknaði ég við það í ömmustofu, að móðir mín stóð og var að greiða sér. Hún hafði mikið og fagurt hár. Hún hafði lokið við að greiða helming hársins, þegar hún skyndilega hætti og engdist af kvölum. Hún gekk fram og við heyrðum mikinn ys og þys. Hún var látin um hádegi. Strax hafði verið sent eftir lækni, en stórhríð var mikil og hún var dáin áður en hann kom. Enginn vissi hvert var banamein hennar og engin rannsókn fór fram á því, en haldið var að annaðhvort hefði hjartað bilað eða botnlanginn sprungið. Nýlega var þá kominn fyrsti héraðslæknirinn í Hofsós, Magnús Jóhannsson. Þótti öllum mikill og góður fengur að honum, og höfðu sumar gamlar konur við orð, að hann læsi meira að segja hugsanir manna. Eftir lát móður minnar tók Björg amma mín við heimilinu, þá nær sjötugu, og annaðist okkur börnin. Hún kenndi okkur lestur, bænir og vers. Stafrófskverið mitt var Gamla testamentið, sem var með stóru letri. Einnig lét hún okkur draga til stafs eftir forskriftarbók Mortens Hansens skólastjóra í Reykjavík. Faðir minn var ekkjumaður í þrjú ár, og enginn vissi til, að hann liti á nokkurn kvenmann, enda var hann mjög siðavandur og strangur í þeim efnum. Það var að vorlagi árið 1906, að pabbi kallaði á okkur börnin inn til sín og sagði okkur, að hann ætlaði að kvongast aftur í maí
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186
Qupperneq 187
Qupperneq 188
Qupperneq 189
Qupperneq 190
Qupperneq 191
Qupperneq 192
Qupperneq 193
Qupperneq 194
Qupperneq 195
Qupperneq 196
Qupperneq 197
Qupperneq 198
Qupperneq 199
Qupperneq 200

x

Skagfirðingabók

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.