Skagfirðingabók - 01.01.2014, Qupperneq 23
ÆVIMINNINGAR
23
og er það reyndar enn. Mín fyrsta hugsun
var því að fá fín föt, áður en ég færi til
Reykjavíkur. Aftur kom stjúpa mín til
skjalanna, en hún var mjög vel að sér
í saumaskap og smekkleg í fatagerð.
Þá var næst að fá samastað fyrir mig í
Reykjavík, en það kom í pabba hlut að
sjá um það. Hann skrifaði vini sínum og
frænda Guðmundi Loftssyni, sem var
bankagjaldkeri, og bað hann að útvega
mér góðan samastað að búa á, þ.e. fæði
og húsnæði.
Það komu svör upp á þetta frá
Guðmundi, þar sem hann sagðist hafa
fengið gott pláss handa mér í Lækjargötu
12 hjá frú Önnu Benediktsson, sem var
ekkja og hafði sett upp matsölu fyrir
skólafólk. Hún var tengdamóðir séra
Bjarna Jónssonar, sem þá hafði fengið
veitingu fyrir prestsþjónustu í Reykjavík
og varð mjög þekktur maður. Áslaug
Ágústsdóttir kona hans var dóttir Önnu,
og þau hjón áttu eftir að flytjast í þetta
hús og búa þar lengi, en hann andaðist í
hárri elli. Áslaug bjó þar áfram í nokkurn
tíma eða þar til húsið brann til kaldra
kola. Frú Áslaug bjargaðist nauðuglega.
Húsið og allt innbú var mjög verðmætt.
Séra Bjarni hafði safnað miklum fróðleik
og hafði haldið saman ræðum sinum,
sem voru sérkennilegar og á margan
hátt eftirminnilegar. Þetta átti allt að
varðveitast og búið að raða því til geymslu,
en það varð eldinum að bráð.
Seint í september lagði ég af stað suður.
Pabbi fór með mig til Siglufjarðar. Þar bjó
frændfólk okkar, sem við vorum oft hjá,
og þar átti ég að bíða eftir strandferðaskipi,
sem ég gerði. Pabbi fékk mér bréf til
Guðmundar Loftssonar og sagði mér að
fara heim til hans og afhenda honum
þetta bréf. Hann myndi sjá um allar
greiðslur, sem ég þyrfti þennan vetur, og
ég gæti alltaf leitað til hans, ef mér lægi á.
Ekki brýndi pabbi fyrir mér sparnað eða
setti mér nokkrar siðareglur, en hann var
annars mjög strangur við mig og flengdi
mig stundum af litlu tilefni heima, t.d. ef
ég vanrækti störf mín eða stríddi eða tafði
fyrir vinnufólkinu.
Skipið kom á tilsettum tíma og ég
fór um borð. Ég fékk ágætt pláss, var í
klefa með fósturdóttur Helga læknis á
Siglufirði, ágætri stúlku. Ég varð strax
mjög sjóveik, en stúlkan gaf mér Veronal,
sem hún sagðist nota, ef hún færi á sjó, svo
ég sofnaði og vissi lítið af mér alla leiðina
eftir það. Ég man ekki, hversu lengi skipið
var á leiðinni og fór aldrei úr rúminu fyrr
en í Reykjavík, þegar ég mátti til. Skipið
Valgerður á yngri árum.
Einkaeign.