Skagfirðingabók - 01.01.2014, Side 23

Skagfirðingabók - 01.01.2014, Side 23
ÆVIMINNINGAR 23 og er það reyndar enn. Mín fyrsta hugsun var því að fá fín föt, áður en ég færi til Reykjavíkur. Aftur kom stjúpa mín til skjalanna, en hún var mjög vel að sér í saumaskap og smekkleg í fatagerð. Þá var næst að fá samastað fyrir mig í Reykjavík, en það kom í pabba hlut að sjá um það. Hann skrifaði vini sínum og frænda Guðmundi Loftssyni, sem var bankagjaldkeri, og bað hann að útvega mér góðan samastað að búa á, þ.e. fæði og húsnæði. Það komu svör upp á þetta frá Guðmundi, þar sem hann sagðist hafa fengið gott pláss handa mér í Lækjargötu 12 hjá frú Önnu Benediktsson, sem var ekkja og hafði sett upp matsölu fyrir skólafólk. Hún var tengdamóðir séra Bjarna Jónssonar, sem þá hafði fengið veitingu fyrir prestsþjónustu í Reykjavík og varð mjög þekktur maður. Áslaug Ágústsdóttir kona hans var dóttir Önnu, og þau hjón áttu eftir að flytjast í þetta hús og búa þar lengi, en hann andaðist í hárri elli. Áslaug bjó þar áfram í nokkurn tíma eða þar til húsið brann til kaldra kola. Frú Áslaug bjargaðist nauðuglega. Húsið og allt innbú var mjög verðmætt. Séra Bjarni hafði safnað miklum fróðleik og hafði haldið saman ræðum sinum, sem voru sérkennilegar og á margan hátt eftirminnilegar. Þetta átti allt að varðveitast og búið að raða því til geymslu, en það varð eldinum að bráð. Seint í september lagði ég af stað suður. Pabbi fór með mig til Siglufjarðar. Þar bjó frændfólk okkar, sem við vorum oft hjá, og þar átti ég að bíða eftir strandferðaskipi, sem ég gerði. Pabbi fékk mér bréf til Guðmundar Loftssonar og sagði mér að fara heim til hans og afhenda honum þetta bréf. Hann myndi sjá um allar greiðslur, sem ég þyrfti þennan vetur, og ég gæti alltaf leitað til hans, ef mér lægi á. Ekki brýndi pabbi fyrir mér sparnað eða setti mér nokkrar siðareglur, en hann var annars mjög strangur við mig og flengdi mig stundum af litlu tilefni heima, t.d. ef ég vanrækti störf mín eða stríddi eða tafði fyrir vinnufólkinu. Skipið kom á tilsettum tíma og ég fór um borð. Ég fékk ágætt pláss, var í klefa með fósturdóttur Helga læknis á Siglufirði, ágætri stúlku. Ég varð strax mjög sjóveik, en stúlkan gaf mér Veronal, sem hún sagðist nota, ef hún færi á sjó, svo ég sofnaði og vissi lítið af mér alla leiðina eftir það. Ég man ekki, hversu lengi skipið var á leiðinni og fór aldrei úr rúminu fyrr en í Reykjavík, þegar ég mátti til. Skipið Valgerður á yngri árum. Einkaeign.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Skagfirðingabók

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.