Skagfirðingabók - 01.01.2014, Page 65

Skagfirðingabók - 01.01.2014, Page 65
AF ÞÓRUNNI JÓNSDÓTTUR OG HRAFNI BRANDSSYNI 65 járn telur engan vafa leika á, að hún hafi látið smíða stólana og ætlað sjálfri sér einn þeirra.1 Grundarstólarnir hafa fengið umtalsvert rúm í sagnfræðiritum. Ekki hefur að sama skapi verið mikið skrifað um sjálfa hústrúna. Fræðimenn eins og Páll Eggert Ólason og Guð- brandur Jónsson, sem ritað hafa um siðbreytinguna, litu ef til vill á hana sem aukapersónu í þeim átökum sem frændlið hennar átti í á sextándu öld. Torfhildur Hólm, Gunnar Gunnars- son og Ólafur Gunnarsson hafa skrifað skáldsögur um fyrri hluta sextándu aldar. Allar eiga þessar sögur sammerkt að þráður þeirra slitnar við siðaskipti. Saga Þórunnar í þeim er því eingöngu saga hennar fram að fertugu. Bæði Torfhildur og Gunnar fylgja fornbréfunum þegar Þórunn er annars vegar, geta helstu atburða úr samtímaheimildum og leika sér með þá. Þannig kemur persóna Þórunnar talsvert inn í bæði þessi skáldverk. Mörgu getur skáldsagan leikið sér að þar sem sagnfræðin verður að þegja. Ekki er til dæmis nokkur leið að gera sér grein fyrir því nú hvernig Þórunn á Grund hefur litið út. Samtímaheimildir fjalla ekki um slík smáatriði þótt okkur þætti fengur að því nú, þegar útlit manna og kvenna er í brennidepli. Menn hafa sagt Jón biskup hávaxinn og mæla það eftir kantarakápu hans sem varðveist hefur. Við getum gert okkur í hugarlund að Þórunn hafi líkst föður sínum og verið hávaxin að mati þeirrar tíðar. Gerum ráð fyrir að hún hafi verið holdug, það var merki um velsæld. Það kemur heldur hvergi fram að Þórunn hafi verið sérlega dugleg ferðakona. Sagan af henni í fararbroddi á Suðurnesjum að hefna föður síns og bræðra er þjóðsaga sem ekki er hægt að henda reiður á. Þórunn hefur þó farið um Norðurland, vitað er um hana með vissu í Skagafirði, á Hólum, Hofi og Vallhólmi. Einnig bregður henni fyrir á Grenjaðarstað í Þingeyjarsýslu hjá Sigurði bróður sínum. Áðurnefndir þrír skáldsagnahöfundar gefa mynd af Þórunni, beinar lýsingar eru þó af skornum skammti. Hún var fagurhærð og bláeyg, segir Torfhildur,2 og lýsir henni sem kátri, en ábyrgri konu. Gunnar Gunnarsson gerir henni líka hátt undir höfði, að útliti er hún „ljós á hörund, og brá roða á hárið þegar við fæðingu, svo sem hefði sólin – sem varla vék af hveli þennan sumarmánuð, nema hvað hún tók sér skyndibað á miðnætti í heiðríkju hánorðursins – sæmt barnið lit sínum.“3 Og Gunnar lýsir stúlkubarninu Þórunni með björt og einörð augu og aðlaðandi yndisþokka í litarafti og limatengslum.4 Ólafur Gunnarsson lýsir Þórunni líka sem rauðhærðri konu, ef til vill tekur hann það upp eftir Gunnari. Annars eru lýsingar Ólafs af öðrum toga og öllu svakalegri: „Þórunn var hins vegar allra kvenna hæst, eins og stórtennt hross til munnsins, flatbrjósta, rautt hárið tekið saman í hnút í hnakkanum.“5 Allir eiga þessir rithöfundar það sameiginlegt að Þórunn kemur hæfilega 1 Kristján Eldjárn, 1969, bls. 66. 2 Torfhildur Hólm, 1950, bls. 116. 3 Gunnar Gunnarsson, 1982, bls. 84. 4 Sama heimild. 5 Ólafur Gunnarsson, 2003, bls. 60.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.