Skagfirðingabók - 01.01.2014, Side 68
SKAGFIRÐINGABÓK
68
hundruð hundraða og gefur henni í
tilgjöf 60 hundruð í jarðagóssum. Jón
biskup lofar á móti þremur hundruðum
hundraða í jörðum og 60 hundruðum
í fullvirðispeningum. Biskup ákvað
ennfremur að Þórunn yrði málakona í
garði Hrafns og málinn fjögur hundruð
hundraða.17 Þórunn var því tryggð í bak
og fyrir. Brandur faðir Hrafns og tvö
föðursystkini hans, Snjólfur og Solveig
abbadís, voru viðstödd og lofuðu að sjá
til þess að Hrafn stæði við sitt. Meðal
votta að giftingunni voru bróðir Helgi
Höskuldsson, ábóti á Þingeyrum, séra
Pétur Pálsson í Grímstungu og séra
Ólafur Hjaltason.
Ekki sést greinilega hvar hjónin hafa
verið fyrsta búskaparárið. Ef til vill hefur
Þórunn haldið til í föðurgarði. Björn á
Skarðsá segir frá því að árið 1528 hafi
Hrafn lögmaður haft bú í Glaumbæ en
setið á Hofi á Höfðaströnd.18 Glaumbæ
fékk Hrafn eftir dóm sinn yfir Teiti
Þorleifssyni, Seyludóm sem svo var
nefndur og Friðrik konungur I. hafði
staðfest.19 Hof keyptu þau hjónin hins
vegar af Jóni biskupi. Til er dagsett bréf
frá 14. apríl 1528 þar sem gengið er frá
kaupum Hrafns og Þórunnar á Hofi, Ytri-
og Syðri-Brekku, Hólakoti, Hrauni og
Garðshorni á Höfðaströnd. Hofskirkju
fylgdu Svínavellir og Þrastastaðir. Á
móti fékk Jón biskup jarðir Þórunnar,
Lögmannshlíð í Eyjafirði og Hofstaði við
Mývatn, ásamt Skarði í Fnjóskadal sem
Hrafn átti.20
Hér er Þórunn í fyrsta sinn í
heimildum nefnd sem jarðeigandi.
Með þessar tvær jarðir í hendi fær hún
Hof, því Hrafn gefur henni jörðina
fyrir það fé sem hún á í hans garði. Í
Jarðabók Árna og Páls eru Hofstaðir
við Mývatn metnir 40 hundraða jörð
og Lögmannshlíð 60 hundraða, en 100
hundraða með afbýlum.21 Það má hugsa
sér að Þórunn hafi fengið áðurnefndar
jarðir sem fyrirframgreiddan arf og þær
orðið þannig framlag biskups við gerð
giftingarkaupmálans. Tryggilega var
gengið frá kaupsamningi um Hof. Það
kom þó ekki í veg fyrir að deilur um
eignarhald á þeirri jörð geisuðu nánast
látlaust alla 16. öldina.22
Hjónaband Þórunnar og Hrafns
stóð aðeins í tvö ár því Hrafn lést
árið 1528.23 Um dauða hans eru ekki
til samtímaheimildir utan erfðaskrá
hans sem er dagsett 24. október 1528
á Hofi. Vottar að erfðaskránni voru
tveir leikmenn og prestarnir séra
Tómas Eiríksson á Mælifelli sem átti
að fylgikonu Þóru stjúpdóttur Jóns
biskups, og séra Hálfdán Narfason í Felli
sóknarprestur Hrafns.24 Hann er þekktur
úr þjóðsögum fyrir að sundríða með
Málmeyjarbóndann Skagafjörð endanna
17 Máli var séreign konu, sbr. skýringu Fritzners á orðinu »málakona«: Hustru der har gagng jald og g jöf
indestaaende som sin særskilte Ejendom í det fælles Bo. Fritzner II, 1973, bls. 627.
18 Björn Jónsson, 1922, bls. 89.
19 ÍF IX, bls. 396 og 432.
20 ÍF IX, bls. 448–450.
21 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns1703‒1712 X, bls. 196, og XI, bls. 242.
22 Um jarðadeilur Þórunnar er fjallað í 4. kafla hér á eftir.
23 ÍF IX, bls. 849.
24 ÍF IX, bls. 472–473.