Skagfirðingabók - 01.01.2014, Blaðsíða 75

Skagfirðingabók - 01.01.2014, Blaðsíða 75
AF ÞÓRUNNI JÓNSDÓTTUR OG HRAFNI BRANDSSYNI 75 Arason kaupir Hof með útjörðum af Páli og er jarðakaupabréfið dagsett 9. apríl 1528.58 Jón biskup selur síðan Hrafni Brandssyni Hof fimm dögum síðar eins og fram hefur komið.59 Það er auðsætt að Hrafni og Þórunni var ætluð jörðin. Það er jafn auðsætt hvers vegna Jón biskup gengur í málið og kaupir til þess eins að selja. Hof á Höfðaströnd var höfuðból og staðsett í nágrenni Hóla. Árið 1695 er Hof virt á 80 hundruð.60 Þetta er á fyrstu árum Jóns í biskupsdómi og hann kappkostar að safna eignum að sér og fjölskyldu sinni, stundum ef til vill með ofríki eins og orð Páls Grímssonar hér á eftir benda til. Eftir að þeir tengdafeðgar Jón biskup og Ísleifur á Grund hurfu af sjónarsvið- inu, fara þau á stjá Páll Grímsson og Margrét kona hans. Það er sjáanlegt af bréfum að þau hafa reynt að fá rift sölunni á Hofi frá 1528 og gengu um það mál margir dómar. Fyrst er dómur frá apríl 1553 þar sem dæmt er að Páli hafi verið óheimilt að selja eignir konu sinnar nema með hennar samþykki. Páll hafði sér til afsökunar að hann hafi „óttast nokkuð ofríki í þann tíð“. Varla er hægt að skilja það öðruvísi en biskup hafi beitt ofríki.61 Þessi dómur var í samræmi við það sem segir um félag milli hjóna í Jónsbók: „Fé konu sinnar skal engi maður færa af landi brott nema hún vilji. Engi maður skal selja eigur konu sinnar eður þær sem þau eiga bæði saman utan samþykki hennar, nema full nauðsyn gangi til og þá þó með skynsamra manna ráði.“62 Már Jónsson bendir á að hin fulla nauðsyn sé ekki skilgreind frekar og hafi því verið túlkunaratriði eins og svo margt og oft í lögum.63 Í ágúst sama ár staðfestir Páll við Ólaf biskup Hjaltason og Orm lögmann Sturluson allan þann gjörning myndugan og skjallegan, sem hann hafði gert um Hof með útjörðum og hann hafði selt Jóni biskupi. Þar með átti Þórunn Jónsdóttir að vera kvitt og laus við alla áklögun Páls og konu hans.64 En málinu var langt í frá lokið. Vitnisburður um að Páll hafi selt konu sinni útjarðir Hofs er lagður fram í maí 1556.65 Í september sama ár bar Ólafur biskup vitni um hið sama. Hann var þá staddur í yfirreið á Holtastöðum og tók bókareið af Margréti Erlendsdóttur þess efnis að hún sór „fyrir alla menn lífs og dauða utan fyrir sinn bónda Pál Grímsson“. Að sögn Margrétar var það hústrú Þórunn Jónsdóttir sem kom þeirri ósæmd og því vonda „órykti“ af stað.66 Undir niðri hefur kraumað illska milli þessa fólks, ef til vill vegna deilna um Hof. Þórunn gat verið harðdræg í viðskiptum. Má vera að hún hafi einskis svifist í þeim efnum, jafnvel komið af stað vondu „órykti“ til að styrkja stöðu 58 ÍF IX, bls. 447. 59 ÍF IX, bls. 448–450. 60 Árni Daníel Júlíusson, 1996, bls. 555. 61 ÍF XII, bls. 542–544. 62 Jónsbók, 2004, bls. 123. 63 Már Jónsson, 2006. 64 ÍF XII, bls. 607–608. 65 ÍF XIII, bls. 121–122. 66 ÍF XIII, bls. 154.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Skagfirðingabók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.