Skagfirðingabók - 01.01.2014, Page 103

Skagfirðingabók - 01.01.2014, Page 103
ÉG SAT EINUNGIS EINN HEILAN VETUR Á SKÓLABEKK 103 Eitt og annað frá Fjalli SIGURÐUR Benediktsson afi minn og Margrét Klemensdóttir amma höfðu búið á Vatnsskarði áður en þau fluttust vestur í Langadal, fyrst að Auðólfsstöðum, síðar að Botnastöðum, þar sem Sigurður afi minn dó 1875. Amma bjó áfram á Botnastöðum til 1888, að hún fluttist að Fjalli og bjó þar þangað til foreldrar mínir tóku þar við af henni árið 1904. Flutningurinn hefur trúlega einkum verið vegna gestaánauðar og svo voru Botnastaðir lítil jörð og léleg. Gestanauð var svo sem ekki mikið minni á Fjalli, en það var bara miklu betri jörð, meira land og engjaheyskapur. Faðir minn var aldrei neinn stórbóndi. Hann var með hugann við fleira. Móðir mín var miklu meiri bóndi held ég. Hún var mikil atorkukona, bæði innan húss og utan. Búskaparhættir í Sæmundarhlíðinni voru auðvitað óskaplega erfiðir. Þetta voru vegleysur og erfitt með aðdrætti, sérstaklega á veturna. Ekki var hægt að flytja neinn þungavarning á sumrin því að það var enginn kerrufær vegur fram eftir sveitinni. Allir voru með sleða. Það var eini möguleikinn til að flytja þungavöru. Það var hægt að djöflast með sleða meðfram Sæmundaránni, en kaflinn frá Landi [Varmalandi] niður hjá Reynistað var mjög erfiður. Annars var reynt að brjótast yfir Langholtsásinn af Eylendinu. Þar var aðal sleðaleiðin á veturna. Það urðu fljótt erfiðleikar með ýmsa aðdrætti og varning á stríðsárunum 1914–1918. Ég man eftir að malað var korn á Brenniborg. Stefán á Brenniborg var skyldur móður minni og mig minnir að við færum með korn þangað til að mala. Ég man að ég kom þangað og sá vatnsmylluna, sem mér þótti merkilegt fyrirbæri. Það voru fleiri til, en ekki aðrar nær okkur heldur en hún. Kol var erfitt að fá og tóbaksmenn voru í mikilli bölvun, því að tóbak fékkst ekki nema með höppum og glöppum á stríðsárunum. Það var þónokkuð algengt að menn tækju upp í sig. Faðir minn gerði það alla tíð. Það var óalgengt að menn reyktu, þó til að menn reyktu pípu. Það var einnig til að kvenfólk reykti pípu og tæki í nefið. Sigurbjörg gamla Jónsdóttir, amma Pálínu á Skarðsá, tók í nefið. Ég kom oft til hennar þegar ég var krakki. Hún sat alltaf í eldhúsinu og var með tóbakspung, helvíta mikinn, sem hún hafði við hliðina á sér. Hún fór í kör seinna, var orðin eyðilögð af gigt að sitja við hlóðarhellurnar. Þá lá hún í rúminu með punginn undir koddanum og sagði: „Það er gott að hafa eitthvert glimt að grípa í.“ Ég man að seinast var baðtóbak það eina sem faðir minn og aðrir gátu náð í. Þeir reyndu að sósa það og setja í það Foreldrar Jakobs, Benedikt Sigurðsson og Sigurbjörg Sigurðardóttir, búandi á Fjalli 1904–1943. Eigandi myndar: HSk.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.