Skagfirðingabók - 01.01.2014, Side 116

Skagfirðingabók - 01.01.2014, Side 116
SKAGFIRÐINGABÓK 116 hafa líklega ekki grunað hann því hann virtist ekki þessháttar maður. Hann hafði oftar en einu sinni samband við mig á stríðsárunum svo að ég gat einstaka sinnum gert vissa hluti fyrir hann. Ég lenti aldrei í klandri á stríðsárunum, var heldur aldrei í neinu þannig. En ég gat þó stundum, eftir að ég var orðinn bókavörður, gert mönnum greiða því það var auðvelt að fela hluti þarna á gamla háskólabókasafninu. Þarna var aðalsafnið af dagblöðum. Einu sinni hjálpaði ég prófessornum gamla til að smygla út árgangi af nasistablaðinu til að hægt væri að rannsaka hverjir skrifuðu í það. Ég gat komist þarna inn eftir lokun og þetta var í helvíta stóru broti og það var ekki um annað að gera en fara með þetta í strætisvagni því fara þurfti dálítið langa leið. Og þetta gat verið hættulegt. En við fórum saman í strætisvagninum og vorum búnir að undirbúa eitt skoðunarspil ef einhverjir færu að abbast upp á okkur þarna. En það var svo sem ekki líklegt því Þjóðverjar létu yfirleitt strætisvagnana í friði. Það var sjaldan að þeir væru með rassíur þar af neinu tagi. Það var aftalað að við myndum ekkert þekkjast og ég væri bókavörður og væri að fara með þessa bók í viðgerð. En það skeðu stundum skrítnir hlutir á safninu. Þarna kom inn ýmislegt fólk sem var meira og minna í tengslum við andspyrnuhreyfinguna. Það hafði spurst út að ég gæti falið hluti fyrir fólk. Ég man eftir að það var einu sinni prófessor í dönskum bókmenntum sem kom til mín og bað mig fyrir einhver skjöl og ég gerði það fyrir hann. Svo nokkru seinna kom konan hans sem ég þekkti ekki neitt en hafði þó séð og sagði að maður sinn hefði beðið sig fyrir einhverja pappíra. Svo hífaði hún upp pilsin og dró þetta upp úr sokkum sínum. Ég var öll stríðsárin í Danmörku, kom samt heim fyrir stríðið nokkrum sinnum. Ég kom heim þegar ég hafði lokið prófi 1932 og var að huga að einhverjum atvinnumöguleikum, en þá var kreppan upp á sitt versta og ekkert að hafa til að gera. En ég fékk að vita að ég gæti fengið smávinnu í Höfn við kennslu svo að ég fór aftur út og komst þá inn í stúdentafabrikku sem var með kúrsa fyrir stúdentsefni og kenndi þar latínu, og grísku líka lítið eitt. Það er í eina skiptið sem ég hef kennt grísku. En þarna var ég ekki nema tvo vetur. Þetta var heldur leiðinleg kennsla því þetta varð að reka með svo mikilli grimmd. Þeir áttu að læra námsefnið á tveimur vetrum sem var ætlað þriggja ára nám. Þetta varð að drífa með helvítis hörku og svo var þetta rekið á forretningsgrundvelli, þetta var prívat fyrirtæki. Nemendur gátu ekki tekið þarna próf á þessum kúrsus, þeir urðu að ganga fyrir stúdentsprófsnefnd sem ákvað hvort þeir væru hæfir til að gangast undir prófið. Og til þess að fá að fara í prófið varð kúrsusinn að mæla með þeim. Þetta Háskólabókasafnið við hlið aðalbyggingar háskólans í Kaupmannahöfn. Ljósm.: Hjalti Pálsson.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Skagfirðingabók

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.