Skagfirðingabók - 01.01.2014, Side 143

Skagfirðingabók - 01.01.2014, Side 143
SAGA AF SLEÐA 143 sem menn kynntust þegar herinn kom með tæki sín og tól. Meðal þeirra voru beltadráttarvélar, með eða án ýtutannar. Þrýstingur jókst á að auka framleiðsl- una, enda varð mikill skortur á ýmsum landbúnaðarvörum með vaxandi þétt- býlismyndun, og þurfti að flytja margar vörur inn erlendis frá á árunum fyrir stríð. Eftir að það skall á tók fyrir allan slíkan innflutning. Afkastagetu landbúnaðarins voru þó takmörk sett vegna skorts á innlendu gróffóðri, sem aftur kallaði á aukna túnræktun og heyöflun. Íslendingar tóku því jarðýtunum fegins hendi og nýttu þær ekki síst til túnræktar samhliða því sem skurðgröfur voru fengnar til að ræsa fram votlendi og gera það hæft til ræktunar. Búnaðar- og ræktunarsambönd höfðu víða verið stofnuð og þau gengust mörg hver fyrir kaupum eða keyptu sjálf þessi tæki, auk þess sem Vélasjóður ríkis- ins keypti og átti flestar skurðgröfurnar, einkum framan af. Jafnframt var unnið með mörgum þessara tækja að því að ýta upp vegum og stuðla þannig að því að þeir yrðu lengur færir að vetrum. Yfir vetrar- mánuðina var hinsvegar ekki um margt að ræða af verkefnum fyrir ýturnar og tíminn reyndar mest notaður til viðhalds. En fljótlega áttuðu menn sig á að ýturnar voru vel nothæfar til að ryðja snjó af vegum, þótt þær þættu efalítið hægvirkar til þeirra hluta í dag. Það komu þó að sjálfsögðu tímar þegar snjóalög urðu svo mikil að jafnvel ýturnar réðu ekki við þau, þótt afkastamiklar væru miðað við hand- verkfærin sem landsmenn höfðu ein haft um aldir. Veturinn 1948–1949 reyndist afskap- lega snjóþungur víða um land, einkum norðanlands. Samgöngur urðu nánast óleysanlegt vandamál víða um sveitir og gríðarlegum erfiðleikum háð að sinna nauðsynlegum flutningum. Ekki síst kom það niður á mjólkurflutningum, sem og aðdráttum á rekstrarvörum til bænda. Þarna kom líka í ljós, sem marga hafði svo sem grunað, að svo mikill gæti snjórinn og skafrenningurinn orðið að jafnvel jarðýturnar hefðu ekki undan. Einhverjum kom því til hugar að lausn gæti falist í því að í stað þess að nota ýturnar til að grafa sig niður á fast, yrðu þær notaðar til að troða slóð ofan á snjónum og mjólkin og annar flutningur settur á sleða sem ýturnar yrðu látnar draga eftir troðningunum. En þá vantaði sleðana. Sleðar hannaðir og smíðaðir ÍSLENSKIR iðnaðarmenn eru hugvits- samir og fljótir að finna lausnir á vandamálum af ýmsu tagi. Á Sauðár- króki hafði árið 1947 verið sett á stofn bifreiða- og vélaverkstæði og stóð Kaup- Ekki er skrásetjurum kunnugt um gamla ljósmynd af sleða þeim sem grein þessi fjallar um meðan hann þjónaði hlutverki mjólkur- flutningatækis. Þessi mynd er frá Akureyri og sýnir jarðýtu fara með sleðaæki úr bænum, hlaðið varningi og tómum mjólkurbrúsum. Ljósm.: Eðvarð Sigurgeirsson. Minjasafnið á Akureyri.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Skagfirðingabók

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.