Skagfirðingabók - 01.01.2014, Side 144

Skagfirðingabók - 01.01.2014, Side 144
SKAGFIRÐINGABÓK 144 félag Skagfirðinga fyrir því eins og mörgu öðru. Fyrsti forstöðumaður þess var Ingi Sveinsson vélsmíðameistari. Ingi og starfsmenn hans tóku nú til óspilltra málanna að hanna og smíða sleða aftan í jarðýtur Ræktunarsambandsins. Einn heimildarmaður okkar um smíðina er Sigurður R. Antonsson vélsmíðameistari á Sauðárkróki, er byrjaði sem nemi á verkstæðinu sumarið 1948, þá fimmtán ára gamall. Honum segist svo frá: „Það var líklega í júní árið 1948 sem ég hóf störf á tiltölulega nýstofnuðu verk- stæði Kaupfélags Skagfirðinga. Eins og nærri má geta þurfti unglingurinn að læra nánast öll handtök og verklag frá grunni en þarna voru ágætir samstarfsmenn til þess að leiðbeina. Ég held að ég hafi komist fljótt upp á lag með flest verk og þeir leið- beindu sem best þekktu hin mismunandi verkefni. Sá sem kenndi mér einna mest hvað varðaði þá tækni sem notuð var við rafsuðu hét Örn Sigurðsson. Hann hafði upphaflega byrjað iðnnám sitt í Reykjavík en fékk að ljúka því hér nyrðra. Hann var laginn suðumaður og fékk ég hjá honum góða kynningu á helstu atriðum sem þarf að kunna skil á við rafsuðu. Aðrir starfsmenn voru minna í suðuverkefnum en við tveir, en auðvitað þurfti ég að koma að alls kyns verkefnum eftir því hvað verið var að fást við hverju sinni. Þú spyrð um þessa ýtusleða sem smíðaðir voru til mjólkurflutninga. Ég er ekki alveg viss um hvenær þeir voru smíðaðir, en þörfin hefur vissulega verið fyrir hendi. Á snjóþungum vetrum gekk mjög hægt að halda vegum opnum með því að ryðja af þeim snjónum, því að langan tíma tók að ýta snjónum til hliðar frá vegunum. Miðaði því oft hægt við að opna þegar skóf nánast jafnóðum í slóðirnar. Því kom upp þessi hugmynd að þar sem snjóþyngslin væru mest yrðu notaðir sleðar aftan í ýturnar. Þótt þær færu ekki hratt yfir miðaði þeim miklu betur svona heldur en með því að ryðja snjónum frá sér. Mig minnir að Sólberg Þorsteinsson samlagsstjóri hafi komið með hugmyndina til Inga Sveinssonar, sem var yfirmaður verkstæðisins, og þeir útfært í sameiningu hvernig sleðarnir skyldu byggðir. Ekki man ég eftir teikningum af sleðunum en geri ráð fyrir að smíðin hafi verið ákvörðuð nokkurn veginn jafnóðum og henni miðaði fram. Reynt var að hafa grind sleðans eins sterka og unnt var, án þess að hann yrði of þungur. Í þeim var rimlagólf úr sterkum plönkum og einhvers konar skjólborð, en ég man ekki fyrir víst hvernig þau voru. Mig minnir að alls hafi verið smíðaðir a.m.k. fjórir sleðar. Sá fyrsti var líklega stærstur en hinir, sem síðar voru smíðaðir, nokkru minni og hægt að tengja þá saman. Sá stóri var einkum notaður út frá Sauðárkróki, en hinir fóru eitthvað út um héraðið. Þetta þótti mikil bylting og létti mikið á mjólkurbílstjórunum sem ætlast var til að kæmu mjólkinni til skila og nauðsynjavörum heim í sveitirnar til baka, hvernig sem veður og færi var.“ Sigurþór Hjörleifsson vélsmiður, sem í mörg ár var verkfæraráðunautur Rækt- unarsambands Skagfirðinga, hafði lengi umsjón með þeim vélum og tækjum sem Ræktunarsambandið hafði með að gera. Meðal þess var fyrsti sleðinn sem smíð- aður var til flutninga með jarðýtu sem dráttartæki. Sigurþór var hinsvegar við störf syðra þann vetur sem byrjað var að nota sleða við mjólkur- og vöruflutninga. Hann minnist þess að hafa komið norður um páska, sennilega 1949, og þá farið eina ferð til Varmahlíðar á ýtunni til að ná í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Skagfirðingabók

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.