Skagfirðingabók - 01.01.2014, Page 144
SKAGFIRÐINGABÓK
144
félag Skagfirðinga fyrir því eins og
mörgu öðru. Fyrsti forstöðumaður þess
var Ingi Sveinsson vélsmíðameistari. Ingi
og starfsmenn hans tóku nú til óspilltra
málanna að hanna og smíða sleða aftan
í jarðýtur Ræktunarsambandsins. Einn
heimildarmaður okkar um smíðina er
Sigurður R. Antonsson vélsmíðameistari
á Sauðárkróki, er byrjaði sem nemi á
verkstæðinu sumarið 1948, þá fimmtán
ára gamall. Honum segist svo frá:
„Það var líklega í júní árið 1948 sem
ég hóf störf á tiltölulega nýstofnuðu verk-
stæði Kaupfélags Skagfirðinga. Eins og
nærri má geta þurfti unglingurinn að læra
nánast öll handtök og verklag frá grunni
en þarna voru ágætir samstarfsmenn til
þess að leiðbeina. Ég held að ég hafi komist
fljótt upp á lag með flest verk og þeir leið-
beindu sem best þekktu hin mismunandi
verkefni. Sá sem kenndi mér einna mest
hvað varðaði þá tækni sem notuð var við
rafsuðu hét Örn Sigurðsson. Hann hafði
upphaflega byrjað iðnnám sitt í Reykjavík
en fékk að ljúka því hér nyrðra. Hann var
laginn suðumaður og fékk ég hjá honum
góða kynningu á helstu atriðum sem
þarf að kunna skil á við rafsuðu. Aðrir
starfsmenn voru minna í suðuverkefnum
en við tveir, en auðvitað þurfti ég að koma
að alls kyns verkefnum eftir því hvað verið
var að fást við hverju sinni.
Þú spyrð um þessa ýtusleða sem
smíðaðir voru til mjólkurflutninga. Ég
er ekki alveg viss um hvenær þeir voru
smíðaðir, en þörfin hefur vissulega verið
fyrir hendi. Á snjóþungum vetrum gekk
mjög hægt að halda vegum opnum með
því að ryðja af þeim snjónum, því að
langan tíma tók að ýta snjónum til hliðar
frá vegunum. Miðaði því oft hægt við
að opna þegar skóf nánast jafnóðum í
slóðirnar. Því kom upp þessi hugmynd
að þar sem snjóþyngslin væru mest yrðu
notaðir sleðar aftan í ýturnar. Þótt þær
færu ekki hratt yfir miðaði þeim miklu
betur svona heldur en með því að ryðja
snjónum frá sér. Mig minnir að Sólberg
Þorsteinsson samlagsstjóri hafi komið með
hugmyndina til Inga Sveinssonar, sem var
yfirmaður verkstæðisins, og þeir útfært
í sameiningu hvernig sleðarnir skyldu
byggðir. Ekki man ég eftir teikningum af
sleðunum en geri ráð fyrir að smíðin hafi
verið ákvörðuð nokkurn veginn jafnóðum
og henni miðaði fram. Reynt var að hafa
grind sleðans eins sterka og unnt var, án
þess að hann yrði of þungur. Í þeim var
rimlagólf úr sterkum plönkum og einhvers
konar skjólborð, en ég man ekki fyrir víst
hvernig þau voru. Mig minnir að alls hafi
verið smíðaðir a.m.k. fjórir sleðar. Sá fyrsti
var líklega stærstur en hinir, sem síðar voru
smíðaðir, nokkru minni og hægt að tengja
þá saman. Sá stóri var einkum notaður út
frá Sauðárkróki, en hinir fóru eitthvað út
um héraðið. Þetta þótti mikil bylting og
létti mikið á mjólkurbílstjórunum sem
ætlast var til að kæmu mjólkinni til skila
og nauðsynjavörum heim í sveitirnar til
baka, hvernig sem veður og færi var.“
Sigurþór Hjörleifsson vélsmiður, sem
í mörg ár var verkfæraráðunautur Rækt-
unarsambands Skagfirðinga, hafði lengi
umsjón með þeim vélum og tækjum sem
Ræktunarsambandið hafði með að gera.
Meðal þess var fyrsti sleðinn sem smíð-
aður var til flutninga með jarðýtu sem
dráttartæki. Sigurþór var hinsvegar við
störf syðra þann vetur sem byrjað var að
nota sleða við mjólkur- og vöruflutninga.
Hann minnist þess að hafa komið norður
um páska, sennilega 1949, og þá farið eina
ferð til Varmahlíðar á ýtunni til að ná í