Skagfirðingabók - 01.01.2014, Síða 145
SAGA AF SLEÐA
145
mjólk úr Akrahreppi og Lýtingsstaða-
hreppi sem tekist hafði að flytja þangað.
Ýtu-Keli, Þorkell Halldórsson, hafði
unnið dag og nótt fyrirfarandi daga
við flutninga. Egill Bjarnason frétti af
Sigurþóri og fékk hann til að leysa Þorkel
af í þessari ferð svo hann næði einhverri
hvíld. Tekist hafði með harðræði að flytja
mjólkina á bílum úr Blönduhlíðinni
heim á hlað við Hótel Varmahlíð en Jón
á Hofsvöllum, sem annaðist flutningana
úr Lýtingsstaðahreppi, hafði strandað á
sínum bíl á melunum sunnan við Víðimel,
um það bil þar sem verkstæðishúsin eru í
dag. Brúsunum var hlaðið á ýtusleðann og
varð það um það bil ein og hálf röð, þ.e.
framan frá og aftur undir miðjan sleða var
brúsunum raðað í tvær hæðir.
Þessi fyrsti sleði var smíðaður á þann hátt
að ofan á meiða úr flatjárni var búinn til
rammi úr vinkiljárni, sem stóð á lóðréttum
grindum sem soðnar voru við meiðana,
og var stærðin miðuð við venjulegan
vörubílspall þessa tíma. Meiðarnir voru
beygðir upp í mjúkum bogum, bæði að
aftan og framan. Ramminn var tengdur
saman með þverböndum úr járni til að
hann héldi laginu. Pallurinn var úr timbri,
líklega úr plönkum 1,5x5 tommur og haft
bil milli þeirra svo að snjór og vatn gæti
hripað niður. Á pallbrúnum var grind til
að halda utan um brúsana og var hæðin
miðuð við að efsti hluti efri raðar stæði
upp fyrir grindurnar. Framan á sleðann
var smíðað þríhyrnt beisli sem tengt var
við sleðann með keðjulásum og beislið
síðan við dráttarkrók ýtunnar. Fyrsta gerð
beislanna var heldur veigalítil og þoldi illa
að vélunum væri bakkað. Endursmíðaði
Sigurþór síðar beislið á fyrsta sleðanum.
Minni sleðarnir virðast hafa verið að því
leyti öðru vísi að í þeim var botn úr sléttri
járnplötu í stað meiða. Einn slíkur sleði er
til á samgönguminjasafninu í Stóragerði,
svokallaður „Blönduhlíðarsleði“. Er stærð
pallsins á honum 3,10x1,50 metrar.
Grindurnar eru úr járnrörum og eitthvað
lægri en sem nemur einni brúsahæð. Ekki
er ljóst hvort þær eru hinn upphaflegi
búnaður. Aftan á sleða þessum er gatabiti
til að tengja annan sleða aftan í.
Kunnugt er um annan sleða, sem enn
er varðveittur í Grafargerði og var í eigu
og umsjá Gunnars Baldvinssonar bílstjóra
í Hofsósi. Gunnar fékk Pétur Tavsen í lið
með sér að smíða þennan sleða og var
Mynd frá 1984 sem
sýnir sleðann aftan
í jarðýtu á heimleið
frá flutningi skálans
Trölla vestur á
Skálahnjúksdal.
Ljósm.:
Björn Fr. Svavarsson.