Skagfirðingabók - 01.01.2014, Síða 185

Skagfirðingabók - 01.01.2014, Síða 185
TEJO STRANDAR VIÐ ALMENNINGSNEF 185 Hann gaf þegar háseta skipun um að leggja stýrinu hart í stjór, stökk síðan að vélsímanum og sendi vélstjóra boð að stöðva vélina og bakka síðan með fullu afli. Vélstjórinn framkvæmdi þessar skipanir svo fljótt sem hann gat en í sama bili og skipsskrúfan fór að snúast afturábak rann skipið á land á fullri ferð. H. Rasmussen háseti kvaðst hafa komið að stýrinu klukkan 5 og lýsti síðan atvikum á sömu lund og skipstjóri og stýrimaður höfðu gert. Eftir strandið kvaðst hann hafa fengið skipun um að gera bátana klára og tók fram að dálítið hefði snjóað meðan hann starfaði á dekkinu en veður var þá kyrrt. Hann vitnaði að um sjöleytið hefði áhöfnin farið í bátana. Þeir reru fyrst í átt til Siglufjarðar en þegar vindur fór að blása í móti þeim ákvað skipstjórinn að betra væri að snúa undan, hvað þeir gerðu og náðu landi í Haganesvík. Timburmaðurinn G. Pedersen kom á vaktina kl 4 og var á útkíkki til klukkan 5 en sá að sögn aldrei land. Eftir það var hann leystur af vaktinni og fór þá að stiganum niður í kyndiplássið þar sem hann beið eftir því að taka við stýrinu klukkan 6. Þegar hann heyrði stýrimanninn gefa skipun í vélarrúmið að stöðva vélina fór hann út á dekkið en á sama augnabliki rann skipið á land. Honum var eftir þetta skipað að athuga og mæla sjó í lestunum og síðan standsetja bátana. Skipverjar fóru svo að tína saman föt sín og helstu föggur og setja í bátana. Fyrsti vélstjóri, J. Steen Jensen, kvaðst hafa komið á vaktina klukkan 4 en skipið hefði haldið góðum hraða alla leiðina frá Ísafirði. Klukkan 5:26 hefði vélsíminn slegið á STOPP og meðan vitnið var að framkvæma þá skipun var merki gefið um fulla ferð afturábak. Rétt á eftir heyrði vitnið að skipið varð fyrir hörðum hnykk og sargaði í botninum. Eftir að vélin hafði bakkað í nokkrar mínútur var slegið STOPP á vélsímann. Nokkru síðar var farið að huga að leka undir vélinni og bráðlega kom í ljós að sjór var kominn inn. Þá voru dælur settar af stað en samt hélt sjór áfram að stíga hratt. Var vélstjórinn fljótlega kallaður upp til skipstjórans. Öryggisventlar voru svo opnaðir á gufukötlunum til að forðast sprengingu. Síðast þegar Jensen leit niður í vélarrúmið var sjórinn stiginn 3–4 fet upp yfir gólfið. Í vitnisburði J. Jensens kyndara, sem komið hafði á vaktina klukkan 4, kom ekkert nýtt fram. Daginn eftir, 13. nóvember, var vitna- Kassi úr mahóní, sleginn messinghornum með ífelldum beinplötum, 17x17 cm á stærð, 8,5 cm á hæð. Þetta er sagður kompáskassi úr Tejo og fann Jón Magnússon í Minna-Holti hann á reki og hirti. Kassinn er úr minjasafni Kristjáns Runólfssonar. Ljósm.: Hjalti Pálsson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200

x

Skagfirðingabók

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.