Skagfirðingabók - 01.01.2014, Blaðsíða 195
TEJO STRANDAR VIÐ ALMENNINGSNEF
195
fór að reka. Tók skipstjóri það ráð að
keyra skipið af fullu afli upp í sandinn
við víkurbotninn til að freista þess að
bjarga farþegum og skipshöfn. Þorpsbúar
fylgdust með hvað verða vildi og fengu
dregið skipbrotsmenn í land á kaðli
gegnum holskeflurnar. Gekk þá brim
alveg yfir skipið þar í sandinum og braut
það mikið, en vörur þær sem eftir voru í
því ónýttust að mestu. Menn björguðust
allir, en vörur þær sem náðust voru
meira og minna skemmdar, með því að
skipið færðist upp í fjöruna nóttina eftir
strandið. Komu tvö stór göt á framhlið
þess og skolaðist þar út nokkuð af
vörunum, sem síðan rak í land. Eggert
Briem sýslumaður kvaddi til tvo menn
að skoða skipið og meta. Þeir gáfu þann
úrskurð að skipið væri ónýtt og því yrði
ekki bjargað.
Skömmu eftir strandið kom annað af
skipum Tuliniusar, Inga, með kolafarm
til Siglufjarðar. Fregnin af strandinu
hafði borist þangað og fór Inga þá vestur
og sótti skipbrotsmennina. Að kvöldi
þess 12. janúar 1900 sigldu þeir með
skipinu áleiðis til Kaupmannahafnar.17
Enn frá Hannesi á Melbreið
HANNES HANNESSON, sem áður hefur
verið vitnað til í frásögninni, segir í
niðurlagi áðurnefndrar greinar sinnar:
Tejo mun hafa verið allstórt skip. Það
sýndu partar skipsins sem voru um
tugi ára í fjörunni á Almenningsnefi
þó nú sjáist ekki örmull eftir, enda
eru nú liðin 60 ár síðan strandið
bar að. Það heyrði ég alla segja að
skipið hefði verið ákaflega vandað
að öllum frágangi, öll herbergi og
gangar eikarmálað. Það sýndu þiljur
úr skipinu sem boðnar voru upp.
Flestar hurðir voru úr eik og allar með
koparskrám og lömum. Ég var 12 ára
þegar skipið strandaði og man vel eftir
þiljum og hurðum sem fóstri minn
fékk á uppboði. Kostaði önnur hurðin
17 Dómsmálabók Skagafjarðarsýslu 3. 1. og 6. 1. 1900; Austri 18. 1. 1900, bls. 6; Bjarki 15. 1. 1900, bls. 6; Fjall-
konan 20. 1. 1900, bls. 4; Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi 6. 2. 1900, bls. 26.
Víkingur á strandstað
við Borgarsand.
Myndin sennilega
tekin vorið eða
sumarið 1900.
Yfirbygging skipsins
er horfin og brimið
búið að bera upp
mikla malareyri
vestan við skipsflakið.
Hegranesið í baksýn.
Eigandi myndar: HSk.