Skírnir - 01.04.2001, Page 25
SKÍRNIR ... EINS MANNS SJÓFERÐASKRIF 19
fannst Grænland um margt betra en Island.20 Eftir þriggja ára dvöl
sneri hann aftur til Danmerkur og á árunum 1757-1759 var hann
á skipum sem sigldu til Pétursborgar, Köningsberg og Bordeaux.
Síðan fór hann til Kína og hófst undirbúningur ferðarinnar haust-
ið 1759 en skipið lét í haf snemma árs 1760. Ferðin var erfið fram-
an af og menn voru sveltir og barðir, eða eins og Arni segir: „Við
vorum allir orðnir í gegnum frosnir, votir og svangir, því ei varð
matur kokkaður sökum illviðra, og fengum lítið að sofa, en högg
í mengd á votan, frosinn og svangan kropp“ (293).21 Margir létust
á leiðinni og sjálfur veiktist Árni en hresstist brátt og þakkaði guði
fyrir að sleppa lifandi. Árni lýsir Kína eins og jarðneskri paradís
„með óteljanlegum ávöxtum og hrísgrjónum er voru hvít sem
mjólk og sæt sem hunang“ (306) og feitum og þrifalegum búpen-
ingi. Þar er hægt að tína ávexti af trjánum árið um kring og hefur
Dalabóndanum aldeilis þótt það búbót. Á heimleið frá Kína var
einn matrósinn myrtur. Var sá glæpur hroðalegur en refsing hins
seka þó enn hroðalegri: „Þar eftir urðu bæði bökin saman lögð á
þeim dauða og lifandi og bundin saman með blýlóð bundin við
fæturnar og í sjávardjúp sökktir" (308). Hafa má orð morðingjans
til marks um það hve ferðin var erfið en hann „sagðist nú fá það
sem lengi hefði eftir þreyð, að láta sér í sjóinn kasta“ (308).
Þegar Árni kom úr Kínaferðinni árið 1761 snerist allt honum í
óhag. Hann varð að þræla í skipasmíðastöð danska flotans og lenti
í fangelsi fyrir að hafa skrifað upp á vafasama pappíra (321). Þeg-
ar hann losnaði úr prísundinni gekk hann í her Katrínar miklu og
sigldi suður til Tyrklands á rússnesku herskipi árið 1770. Hernað-
urinn fólst að mestu í ránum, íkveikjum, drápum og nauðgunum:
Einn dag var gott veður. Skyldum vér nú fá eitthvað lífs upphold. Kom-
um vér upp á ey nokkra, er Tyrkjar í bjuggu. Þegar þeir sáu oss, hlupu
þeir allir út í skóginn utan tvær konur voru heima. Sú eina var ólétt, en
önnur ei. Henni lágu þeir [Rússar] hjá. En þá óléttu uppskáru þeir og
tóku fóstrið út af hennar lífi - og það gegnum stungið. Hrærðust bæði
lærin og handleggirnir á því, er þeim þótti gaman upp á að sjá. (334)
20 Árni Magnússon frá Geitastekk 2000:275.
21 Eftirleiðis verður vitnað í ferðasögu Árna skv. Upplýsingaröldinni (2000).