Skírnir - 01.04.2001, Síða 226
220
LÁRA MAGNÚS ARD ÓTTIR
SKÍRNIR
Þarna er athyglisvert að ieikmennirnir rengja ekki leyfi foreldranna til að
gifta sig með undanþágu, en vitna í „vort gamla lögmál“ og síðar meðal
annars í erfðatal, „vora landslagabók“, til að sýna fram á að börnin verði
samt sem áður óskilgetin. Þeir viðurkenna aflausnarbréf kirkjunnar, en
vitna í gömul íslensk lög um hvernig fara eigi að því að meta slíkt. I þessu
samhengi skiptir þó mestu að þeir skuli telja að það séu nýjungar, sem
leiði til ósamþykkis í landinu, þótt vald kirkjunnar til að úrskurða „um
það hvernig hver er getinn“ hafi þá þegar verið við lýði í hundruð ára.49
Þannig var kirkjan í ákveðnum skilningi ný allt fram að siðaskiptatím-
anum. Hún var yngri en Alþingi og landsréttur forn og tók sér ekki stöðu
sem gamalt afl fyrr en nýrra bar við. Þegar konungur gaf út Ordinansíu
sína, sem markaði endalok kaþólsks valds í landinu, skrifaði Ogmundur
biskup bréf til allrar alþýðu og varaði hana við nýjung þessari.50 Kirkjan
var breytingarafl í þjóðfélaginu fram að siðaskiptum og var ekki kynnt til
sögunnar sem „gömul og þess vegna góð“ fyrr en hún barðist við að end-
urheimta glatað hlutverk sitt. Kannast einhver við þetta?
Þótt það sé ekki markmið þessarar greinar að telja villur, er ekki úr vegi
að nefna hér eina, þar sem hún tengist einmitt málinu sem vitnað er í hér
að ofan. I umfjöllun um undanþágubeiðni systkinanna Solveigar og Þor-
leifs Björnsbarna um löggildingu fjórmenningshjónabanda þeirra segir í
lokin: „Hjúskaparmálum þeirra systkina Þorleifs og Solveigar, lyktaði um
síðir farsællega" (II, 133). Þetta er sorglega rangt, því lyktir urðu þær að
börn þeirra beggja urðu arflaus, hatrammar deilur um erfðir héldu áfram
um langan tíma þar sem Páll, hinn óviðurkenndi ekkill Solveigar, var myrt-
ur af fjölskyldu Þorleifs en hann yfirgaf sjálfur Ingveldi konu sína og gekk
í klaustur af óþekktum ástæðum. Um þetta hefur nokkrum sinnum verið
fjallað og varla forsvaranlegt að svona villur séu í jafnvandaðri útgáfu, jafn-
vel þótt þarna sé um minnst rannsakaða tíma Islandssögunnar að ræða.
AÐ LOKUM
1 inngangi Kristni á Islandi er lýst markmiðum og heildarskilningi á stöðu
kirkjunnar á miðöldum, en því miður gekk ekki vel að halda verkinu inn-
an þessara marka. Er þar helst um að kenna skorti á hefð í íslenskri
kirkjusögu, sem veldur því að á skortir að mynd af starfsemi kirkjunnar
49 Hægt er að nefna fleiri dæmi sem sýna að leikmenn brugðu fyrir sig orðinu
„nýjung“ með vísun í gömul lög þegar kirkjulög hentuðu þeim ekki. Sjá til
dærnis Leiðarhólmsskrá og kvörtun Hrafns Brandssonar um yfirreið biskupa í
Hólabiskupsdæmi. DI VIII: 429 og DI VI: 293-94.
50 Dl X: 415: „Bréf Biskup Ogmundar á móti Lutheri lærdómi Anno 1539“:
...forbjóðum strengilega allar nýjungar eða siöleysur." Stafsetning er færð til
nútímahorfs.