Skírnir - 01.04.2001, Blaðsíða 233
SKÍRNIR
ER HÆGT AÐ RITA HLUTLÆGT ...
227
lýsti hann því yfir, líklega fyrstur manna, að íslenskt samfélag 18. aldar
hafi verið „karlræðisþjóðfélag".9 Og hann hefur í öðrum verkum sínum
minnt okkur á að upplýsingarmenn hafi gætt þess að menn yrðu ekki
upplýstir „umfram það sem hæfði stigi þeirra, kynferði og stöðu í þjóð-
félaginu".10 Lítið ber á greiningu í þessum anda í verkinu og hið sama
gildir um framlög Ingu Huldar; þau draga fyrst og fremst fram nýjar
staðreyndir um konur, að þær hafi beðið tilteknar bænir, að sumar
prestsfrúrnar hafi verið einkar gjafmildar við sóknarbörnin (III, 237), að
konur hafi verið duglegar að stofna kvenfélög og syngja í kórum (IV,
206-7 og 319), og svona mætti áfram telja. Það er því lögð meiri áhersla
á framlög og samfélagslega virkni kvenna en á undirokun þeirra. Þannig
segir t.d. Pétur stuttlega frá stofnun kvennakirkjunnar innan þjóðkirkj-
unnar og vaxandi ásókn kvenna í prestsstörf (IV, 357-58 og 385-86), en
kemst samt ekki að þeirri niðurstöðu að þessi breyting sé e.t.v. sú mik-
ilvægasta sem orðið hefur á starfsháttum kristinnar kirkju á liðnum öld-
um.u Hann lætur einnig ósagt að femínísk túlkun kvennakirkjunnar á
Biblíunni hafi ekki átt upp á pallborðið þar á bæ.12 Sama gildir um frá-
sagnir hans af sjálfstæðu kristnu söfnuðunum: Pétur nefnir t.d. að kon-
ur séu áberandi í leiðtogahlutverki í söfnuðinum Kefas kristið samfélag
(IV, 381), en hann lætur þess ógetið að í hvítasunnusöfnuðunum Fíla-
delfíu og Krossinum er konum haldið niðri á ýmsan hátt, en m.a. er mis-
munandi hlutverk þeirra áréttað með ólíkum forskriftum að útliti kynj-
anna.13 Sú staðreynd að kynjasaga hefur ekki enn náð að skjóta djúpum
rótum hérlendis endurspeglast í skrifum höfundanna allra, en hún er sú
undirgrein sögunnar sem hvað mest gróska hefur verið í erlendis undan-
farinn áratug.14
9 Loftur Guttormsson, Bernska, ungdómur og uppeldi á einveldisöld. Tilraun til
félagslegrar og lýófrxbilegrar greiningar. Ritsafn Sagnfræðistofnunar 10
(Reykjavík 1983), bls. 194.
10 Loftur Guttormssson, „Fræðslumál", Upplýsingin á Islandi. Tíu ritgerðir, rit-
stj. Ingi Sigurðsson (Reykjavík 1990), bls. 153.
11 Slíkri túlkun hélt Arnfríður Guðmundsdóttir guðfræðingur fram á málþingi
sem útgefendur stóðu fyrir í Þjóðarbókhlöðu 21. október 2000.
12 Auður Eir Vilhjálmsdóttir, „Kirkja og trúarlíf síðustu áratuga. Hvað hefur
breyst - hvað skortir enn á jafnrétti", Konur og kristsmenn. Þiettir úr kristni-
sögu íslands, bls. 293-314.
13 Margrét Jónsdóttir, „Af konum sem bíða. Staða og hlutverk kvenna í þremur
trúarhópum á íslandi", Konur og kristsmenn. Þxttir úr kristnisögu Islands, bls.
249-90.
14 Dæmi um tortryggni gagnvart kynjasögu má finna í nýlegri grein eftir Margréti
Guðmundsdóttur en hún segir m.a.: „í upphafi þjónaði kynjasaga iðulega fyrst
og fremst frama þeirra fræðimanna sem börðust fyrir viðurkenningu.“ Sjá
„Landnám kvennasögunnar á íslandi", Saga XXXVIII (2000), bls. 242.