Skírnir - 01.04.2001, Blaðsíða 127
SKÍRNIR TIL VARNAR MANNÚÐ OG JAFNRÉTTI 121
í febrúar það sama ár kom út fyrsta tölublað Freyju undir ritstjórn
Margrjetar.7
I fyrsta leiðara sínum ávarpar Margrjet væntanlega lesendur
Freyju - vestur-íslenskar konur - og segir:
Vestur-íslenzku konur og meyjar; hér er [...] tækifæri fyrir yður að ræða
alt, sem snertir yðar sérstöku og sameiginlegu málefni; fyrir yður er blað-
ið sérstaklega til orðið, yður lofar það að flytja eftir beztu föngum fram-
farir þær sem eiga sér stað í kvennfrelsisbaráttuna hvervetna í heiminum,
með fl., nytsömu í hvaða helzt stöðu sem þér eigið heima. Kastið sjálfar
deyfðinni og sýnið að þér hafið vit og vilja til að hugsa og rita; öll heims-
ins málefni snerta yður; þér eruð siðferðislega skyldugar til að lesa og
hugsa. Mörg andans gullkorn yðar hafa grafist í áhyggjum, sorgum og
vonbrigðum, af því þér hafið ekki átt neitt blað sjálfar; nú er blaðið kom-
ið, notið það og hlynnið að því. (1:1 [1898]: 4)
Hún lýsir því síðan yfir að hlutverk Freyju sé einkum að sinna
réttindamálum kvenna og setur fram markmið blaðsins:
Freyja verður algjörlega óháð í öllum efnum, tilgangur hennar er að fræða
og gleðja, hún blandar sér því eigi að óþörfu inn í þau mál sem líkleg eru
til að valda deilum manna á meðal; svo sem trúarbrögð og stjórnmál; þó er
ekkert það mannlegt og siðlegt málefni til, er hún álíti sér óviðkomandi,
eða skuldbindi sig til að þegja um. Hún flytur fræðandi og skemtandi rit-
gjörðir þýddar og frumsamdar, eftir beztu föngum, og sögur og kvæði,
skrítlur, hús ráð og búnaðar bitla. Efst á dagskrá hennar verða framfarir og
réttindi kvenna. Bindindi verður hún hlynt, og sérhverju öðru góðu og
fögru. Frumsömdum sögum og kvæðum, tekur hún með þökkum, og yfir
höfuð öllu því, sem miðar til alþýðu heilla. [...] Vort motto er: ‘mannúð og
jafnrétti.’ Málefnið ræðist, en persónan eigi. (1:1 [1898]: 4)
Freyja hóf göngu sína sem átta síðna mánaðarrit með um 300
áskrifendur, en eftir aðeins eins árs útgáfu var blaðið komið með
500 áskrifendur og var þá síðunum fjölgað upp í tíu. A þriðja ári
útgáfunnar var stærð blaðsins breytt úr fólíóbroti í handhægara
kvartóbrot. Síðufjöldinn jókst einnig smám saman, fyrst upp í
tuttugu og síðan tuttugu og fjórar síður. Arið 1906 fluttist Freyja
til Maryland Street 536 í Winnipeg og var þar til húsa eftir það.
Þegar útgáfu blaðsins var hætt árið 1910 voru áskrifendur ekki
færri en 1200 og eintök af ritinu voru ekki aðeins send til austur-
7 Sigfús B. Benedictsson 1941: 7; Holenski 1980: 31.