Skírnir - 01.04.2001, Blaðsíða 162
156
DAVÍÐ LOGI SIGURÐSSON
SKÍRNIR
verið búinn að kynna sér bækling McGills, e.t.v. fyrir tilstilli Snæ-
bjarnar sjálfs, sem var kunnugur Cowl og hafði einmitt snarað
sambandslagasáttmálanum á ensku fyrir McGill.51
Það vekur athygli að í The Birmingham Post er fullyrt að sam-
bandssinnar í Dyflinni hafi haft frumkvæði að því að umræðan um
sambandslagasamning Islendinga og Dana hófst í Bretlandi á þess-
um tíma. Má telja líklegt að McGill, sem studdi aukið sjálfsforræði
íra, hafi þótt gamanið vera farið að kárna þegar þarna var komið
sögu. Hann hafði hugsað sér að skírskota til sjálfstæðisbaráttu Is-
lendinga í því augnamiði að sýna fram á að kröfur Ira um sjálf-
stæði væru réttmætar. Nú virtust þeir, sem fara vildu sér hægt í
þeim efnum, hins vegar búnir að taka samanburðinn upp á sína
arma. Tók svo líklega út yfir allan þjófabálk þegar The Glasgow
Herald sakaði hann um áróðursmennsku.
McGill svaraði The Glasgow Herald fullum hálsi í lesendabréfi
17. september 1921.52 Oþolinmæði hans vegna þess hve hægt gekk
að fá frelsi til handa Irum var hins vegar ekki til marks um að hann
væri mótfallinn því að málið væri leyst á þann hátt sem gert var
síðar. Óneitanlega voru Island og Danmörk áfram í konungssam-
bandi eftir 1918 og vegna þess að McGill leit sambandslagasamn-
inginn velþóknunaraugum má í raun álykta sem svo að hann hafi
verið hlynntur slíkri lausn fyrir Irland.53 Reyndin varð líka sú að
Arthur Griffith, sem McGill átti mikið að þakka sem kenninga-
smiður, gekk fyrir sitt leyti að slíkum samningum í London 1921,
51 Sbr. Alexander McGill, „The Independence of Iceland", bls. 86.
52 McGill mótmælti því að hægt væri að bera sambandslagasamninginn saman við
tilboðið sem Bretar höfðu gert Irum. Hann benti á að Danir hefðu aldrei gert
tilraun til að skipta íslandi í tvennt til að viðhalda yfirráðum og áhrifum
danskrar yfirstéttar og stuðningsmanna hennar, líkt og Bretar höfðu í bígerð á
írlandi, þar sem verða áttu til tvö ríki, annað ríki þjóðfrelsismanna í suðri en
hitt undir stjórn sambandssinna á Norður-írlandi. I öðru lagi ræddi McGill um
þau rök The Glasgow Herald að ólík lega landanna ylli því að grundvallarmun-
ur væri á dæmunum tveimur. Kvaðst hann viljandi hafa látið hjá líða að ræða
um legu landanna því honum væri fyrirmunað að sjá að öryggissjónarmið Breta
breyttu pólitísku grundvallaratriði. Sjá lesendabréf McGills, „Ireland and
Iceland“, The Glasgow Herald 17. september 1921.
53 Hann var a.m.k. eindregið á máli stuðningsmanna samningsins í borgarastríð-
inu 1922-23, sbr. bréf hans til Snæbjarnar 12. júlí 1922.