Skírnir - 01.04.2001, Blaðsíða 125
KIRSTEN WOLF
Til varnar mannúð og jafnrétti
Margrjet J. Benedictsson og Freyja
„Það er virðingar og viðurkenningar vert að þér eruð fyrsta
kvennpersónan meðal Westur-íslendinga sem höfðuð dugnað og
skarpleik og þor til að halda fram málefnum kvenna í opinberu
blaði,“ rituðu nokkrar konur í únítarakvenfélaginu „Tilraunin" í
maí 1899 til Margrjetar Jónsdóttur Benedictsson (1866-1956), en
árið áður hafði hún ásamt eiginmanni sínum, skáldinu Sigfúsi
Benedikt Benedictsson (1865-1951), stofnað íslenska mánaðarrit-
ið Freyju} Þessi vinsamlegu og uppörvandi ummæli sýnast viðeig-
andi, því þótt Freyja væri aðeins eitt af mörgum blöðum og tíma-
ritum sem gefin voru út af íslenskum landnemum í Kanada við
aldamót 19. og 20. aldar,1 2 þá var þetta eina vestur-íslenska tímarit-
ið sem var helgað málefnum kvenna og fyrsta og eina kvenrétt-
indablaðið sem gefið var út í Kanada á þessum tíma.
Almennt er talið að hvatinn að stofnun Freyju hafi verið heim-
sókn Ólafíu Jóhannsdóttur, forseta hins alþjóðlega Women’s
Christian Femperance Union, veturinn 1897-1898, er hún ferðað-
ist um Norður-Ameríku, þ.á m. Manitoba, og hélt fyrirlestra um
bindindi og kvenréttindamál,3 en hugmyndin að tímaritinu virðist
1 Bréfið var birt í Freyju 11:4 (1899): 10. Sjá hins vegar það sem Sigfús B. Bene-
dictsson (1941: 7) segir: „Með öllum þeim heiðri, sem Margrétu var gefinn og
sem hún óneitanlega átti, þá átti hún hann ekki allan, ef vel er athugað. Fyrst og
fremst var hún ekki upphafsmaður þessa máls, því eftir að ég flutti minn fyrsta
fyrirlestur, þá tók íslenzkt kvenfélag málið á stefnuskrá sína 1890, og gekst fyrir
því að 3 greinar voru ritaðar í H[eims]kr[inglu], sem því verður hér fyrsta blaða-
ræða kvenréttinda."
2 Þessi rit voru m.a. Heimskringla (1866>) Lögberg (1888>) og Svava (1895-
1904), og kirkjuritin Sameiningin (1886-1964) og Aldamót (1891-1903). Ritin
Framfari (1877-1880) og Leifur (1883-1886) urðu skammlíf.
3 Á forsíðu fyrsta tölublaðs Freyju (1:1 [1898]) er ljóð ort til heiðurs Ólafíu eftir
Sigfús B. Benedictsson. Ljóðið hafði verið flutt á samkomu sem kvenfélagið í Sel-
kirk stóð fyrir 11. desember 1897. Sjá einnig Johnson (1994: 122), en hún færir
Skírnir, 175. ár (vor 2001)