Skírnir - 01.04.2001, Blaðsíða 97
SKÍRNIR HUGMYND UM BÓKMENNTASÖGU ÍSLENDINGA 91
ráð fyrir að handritasafn Árna, vel yfir 2000 handrit og handrits-
brot og mikill fjöldi skjala, sem honum barst frá Islandi á þessum
árum, flokkun þess og lýsing, hafi verið þeim ofarlega í huga.11 Á
18. öld hlaut ritun bókmenntasögu íslendinga að felast að miklu
leyti í því að gera grein fyrir handritunum í bókastokkum Árna
Magnússonar, og eru elstu verkin því stundum að efni og skipu-
lagi ekki fjarri því að vera eins konar bókaskrár, enda óhægt um
vik að skrifa eiginlega bókmenntasögu fyrr en búið er að flokka og
raða efninu eftir einhverju kerfi. Leitin að rétta kerfinu einkennir
því fyrstu latnesku bókmenntasöguritin. Þeir sem fjölluðu um
bókmenntir fyrir þetta tímabil skrifuðu ekki bókmenntasögur
heldur skrár yfir bókasöfn eða söfn æviþátta skálda og rithöfunda,
en á slíku riti hafði Páll Vídalín byrjað um aldamótin 1700 og
nefndi Recensus poetarum et scriptorum huius et superioris seculi,
eða Skrá yfir skáld og rithöfunda þessarar og fyrri aldar. Annað
sérkennilegt rit, sem nú er glatað en Páll virðist hafa sótt upplýs-
ingar til, eru skáldarímur Jóns Grímssonar á Hjaltabakka, sem
kveðið hafði tvennar rímur um skáld í Norðlendingafjórðungi frá
siðaskiptum. Voru aðrar um presta en hinar um alþýðuskáld.
Að loknu nokkurra ára námi, og stuttri Islandsför árið 1720, tók
Jón Thorkillius próf í guðfræði í mars árið 1721, en hélt þó áfram
námi við Hafnarháskóla þangað til í apríl 1723, þegar hann fór til
Árósa til þess að gerast heimilisfræðari kaupmannssona nokkurra.
Snemma árs 1724 fékk hann svo tilboð um betra starf fyrir ábend-
ingu Árna. Hann segir frá þessu í sjálfsævisögu sinni á latínu:
í Glíickstadt við Elbu var hallarprestur að nafni Nicolaus Petri [svo]
Sibbern, er hafði mikinn áhuga á norrænum bókmenntum, en taldi samt,
og ekki að ástæðulausu, að allar tilraunir sínar á þessu sviði kæmu fyrir
lítið, þrátt fyrir bókakostinn á þessum tungumálum sem hann hafði aflað
sér með ærnum útgjöldum, nema hann fengi til liðs við sig þýðanda sem
kunnáttu hefði í Norðurlandamálum og væri auk þess vel að sér í latínu.
Hann setti því vini sínum í Kaupmannahöfn fyrir það verkefni að útvega
sér slíkan mann, af íslensku þjóðerni, sem hann og fann, að ábendingu
hins háæruverðuga Árna Magnússonar. Öðrum Islendingum sem þá voru
í Kaupmannahöfn var ekki einu sinni gefinn kostur á þessu tilboði, en Jón
Thorkillius, sem ennþá var í Árósum, brá þegar við, er honum sýndist
11 Márjónsson 1998:292 o.áfr.