Skírnir - 01.04.2001, Page 265
SKÍRNIR
AUSTAN VIÐ MAL OG SUNNAN VIÐ VERK
259
Plöntuþrykk í vatnslitapappír 1979. I eigu listaraannsins.
listadeild Myndlista- og handíðaskóla íslands. Þessir listamenn höfnuðu
málverkinu og handverkmu og kusu að styðjast við annars konar hug-
myndir og tækni, m. a. gjörninga og ljósmyndatækni. Þetta var fyrir tíma
Nýja málverksins svonefnda, sem fram kom á sýningunni Gullströndin
andar í JL-húsinu við Hringbraut árið 1983, þegar heil kynslóð ungra
listamanna uppgötvaði málverkið að nýju, henti ljósmyndavélinni og
mundaði grófa pensla í leit að beinskeyttri og hrárri tjáningu tíðarandans
við undirleik háværrar pönk-tónlistar. Afstaða Eggerts til málverksins er
gjörólík, enda leitast hann ekki við að tjá óheftar tilfinningar með grófum
pensildráttum. Þar að auki skrifar hann í sýningarskrá frá árinu 1990:
„Málverkið er endanlega horfið, en fjarvera þess er mikilsverð. Tvívítt
verk sem hefur yfirbragð málverks er staðgengill þess.“3 Hefðbundin af-
staða til málverksins var sú að málverkið væri eftirlíking náttúrunnar, en
þessi orð Eggerts benda til þess að málverk hans séu í einhverjum skiln-
ingi eftirlíking málverka.
Þetta má að sumu leyti til sanns vegar færa. Málverkið er frá fornu fari
skilgreint sem tvívíður flötur sem sýnir okkur þrívíðan veruleika með því
að styðjast við lögmál fjarvíddar og sjónblekkingu, nokkurn veginn eins
og gluggi sem horft er út um. En málverk Eggerts eru samt sem áður ekki
flöt, þó að þau geti virst það sé horft á þau úr fjarlægð, því að þau eru í
3 Kristinn G. Hardarson, Ingólfur Arnarson, Sólveig Adalsteinsdóttir, Eggert Pét-
ursson, Norrxna húsid, Reykjavík, 17.3-1.4.1990 [sýningarskrá], Reykjavík
1990.