Skírnir - 01.04.2001, Blaðsíða 267
SKÍRNIR
AUSTAN VIÐ MÁL OG SUNNAN VIÐ VERK
261
Frá sýningu í
Nýlistasafninu
1991. Ryk, litaduft
og fleiri efni á
gólfi. I eigu lista-
mannsins.
fjöldaframleidd og á greiða leið inn í alls konar umhverfi.5 Ef málverk
Eggerts eru sett í samhengi við þessar hugmyndir kemur strax í ljós.að
þeirra verður ekki notið nema í upprunalegu formi, þau missa skírskotun
sína til afstöðu og skynjunar áhorfandans ef reynt er að horfa á þau á ljós-
mynd. Þau eru ekki myndir, heldur málverk sem tengjast beinni upplifun
verksins og missa í raun marks þegar gerðar eru af þeim eftirmyndir. Þessi
verk eru einstök og verða ekki fjöldaframleidd og því verður „sýningar-
gildi“ þeirra ávallt takmarkað, þau krefjast þess að áhorfandinn upplifi
„hér og nú“ listaverksins, eins og Benjamin orðaði það, frammi fyrir
frummyndinni sjálfri.
Það er nokkrum vandkvæðum bundið að staðsetja þessi málverk Egg-
erts Péturssonar í listasögulegu samhengi. Eggert er í hópi þeirra lista-
manna sem komu fram á sjónarsviðið í lok áttunda áratugarins, þegar
töluvert umrót var í myndlistarheiminum á Islandi vegna tilkomu nýrra
Iistforma og umdeildra kennara. Hann stundaði nám við Myndlistaskóla
Reykjavíkur á árunum 1974-78, en hóf árið 1976 nám við Myndlista- og
handíðaskóla Islands og var þar í nýlistadeildinni sem naut á þeim tíma
fulltingis Magnúsar Pálssonar. Frá Myndlista- og handíðaskólanum út-
skrifaðist Eggert árið 1979 og gerðist sama ár félagi í Nýlistasafninu.
Framhaldsnám stundaði hann í framsækinni myndlistarakademíu, Jan
van Eyck Academie í Maastricht í Hollandi, frá 1979 til 1981. A námsár-
unum stóð hann ásamt öðrum að rekstri Gallerís Suðurgötu 7, einkum á
tímabilinu 1977-79. Galleríið gaf út tímaritið Svart á hvítu og var Eggert
einn þeirra sem höfðu umsjón með galleríi tímaritsins. Árið 1985 varð
hann svo einn af ritstjórum tímaritsins Tenings sem kom út fram til 1991.
5 Walter Benjamin, „Listaverkið á tímum fjöidaframleiðslu sinnar“, þýð. Árni
Óskarsson og Örnólfur Thorsson, Svart á hvítu, 2. árg., 3. tbl., haust 1978, bls.
50-60; endurpr. í Walter Benjamin, Listaverkið á tímum fjöldaframleiðslu sinn-
ar, Reykjavík 2000.