Skírnir - 01.04.2001, Blaðsíða 95
SKÍRNIR HUGMYND UM BÓKMENNTASÖGU ÍSLENDINGA 89
skóla, akademískar gráður, prófessora og fræðimenn, bókasöfn,
bókasafnara, prentara og bóksala; en sá síðari um upphaf, þróun
og örlög danskra bókmennta, allt flokkað eftir bókmennta- og
fræðigreinum, en auk þess skartar ritið atriðisorðaskrá í stafrófs-
röð um menn og málefni. I bókmenntasögu Thura eru einnig upp-
lýsingar um allmarga Islendinga, eins og sjá má af nafnaskránni í
lokin, enda voru íslendingar þegnar Danakonungs.
Hugmyndin um að rita sérstaka bókmenntasögu íslendinga
verður einnig til á fyrstu áratugum 18. aldar. Mikilvægustu hand-
ritunum frá íslandi hafði þá verið safnað saman í eitt safn, sem síð-
an var flutt til Kaupmannahafnar, og því var í fyrsta sinn hægt að
fá einhverja yfirsýn yfir efnið. Ritun íslenskrar bókmenntasögu
var því orðin möguleg á sama tíma og út kom á prenti fyrsta danska
bókmenntasagan, sem skrifuð var á latínu með rómverska bók-
menntasögu að fyrirmynd. Fyrsta tilraunin er yfirleitt rakin til
safnarans sjálfs, Arna Magnússonar, sem sagt er að hafi í mörg ár
tekið saman efni til bókmenntasögu íslands, en það fylgir jafnan
sögunni að bögglarnir hafi brunnið í eldinum árið 1728.8 í bréfi til
Jóns Halldórssonar í Hítardal frá 22. júní 1729 skrifar Árni sjálfur:
Eg hafde giort mier adskilianleg Sagna og Rimna Registur med litlum
annotationibus, og adskilianlegt slikt, sem þiena kynne einhverium er sid-
an skrifa villde historiam Literariam Islandiæ. Enn þetta er so giörsamlega
eydelagt, ad ecke er blad til baka. Eg hafde teiknad upp slikt sem fyrer
mier hafde ordit um þá gömlu Biskupa, lögmenn, Hirdstjóra á Islande.
Þetta var ad visu ófullkomed, var þó ad gagne. Eg hafde giört mier einn
fasciculum, hvar inne eg uppteiknad hafde eitt og annad heyrande til lifs-
historiu þeirra, sem sidan Reformationem hafa skrifad á Islande Annala,
8 í formála að „Specimen Islandiæ Non-Barbaræ“ segir Jón Thorkillius: „Ég játa
að um margt merkilegt stend ég í þakkarskuld við lærdóm Árna sáluga Magnús-
sonar, sem var einkakennari minn þegar ég stundaði nám við Háskólann í Kaup-
mannahöfn. Heyrði ég hann oft ræða um þetta efni og nokkrum sinnum varð ég
vitni að því heima hjá honum að hann fletti og las upp úr eigin uppskriftum, sem
menn segja hafi orðið eldi að bráð í Kaupmannahöfn" (þýð. Sigurður Péturs-
son). Hálfdan Einarsson skólameistari á Hólum getur þessa einnig í neðanmáls-
grein við formála til lesarans í Sciagraphia Historix Literariœ Islandicx: „Þau
ótíðindi hef ég heyrt að þessi lærði maður [Árni Magnússon] hafi safnað saman
miklu efni til bókmenntasögu íslands, en að þetta safn hans hafi orðið hinum
hörmulega eldi að bráð sem geisaði í Kaupmannahöfn árið 1728.“ Þýðingar úr
latínu í þessari grein eru eftir greinarhöfund nema annað sé tekið fram.