Skírnir - 01.04.2001, Blaðsíða 113
SKÍRNIR HUGMYND UM BÓKMENNTASÖGU ÍSLENDINGA 107
mínum fórum í sérstaklega fágaðri latneskri þýðingu undir Saffó-
arlagi eftir Jón Torchillvs [svo], vin vorn.“26 En í P.I. segir Jón á
sambærilegum stað (37): „ég á drög að endursögn þessara [spak-
mæla] á latínu undir jambískum hætti“ (Harum ego iambis latinis
tentata parapkrasin possideo), og í bókaskránni aftan við sjálfsævi-
sögu Jóns skrifar hann undir lokin: „Athugið vel, hann [J.Th.]
freistaði að endursemja Hávamál á latínu, en það var fyrir eigin
iðjusemi“ (N.B. Havamal hic paraphrasi latina tentavit, sed pri-
vatæ industnæ ergo). Hvað á Jón við hér með orðalaginu privatæ
industnæ ergo? Liggur ekki beinast við að skilja það svo, að allt
annað á listanum hafi ekki verið unnið pnvatæ industriæ ergo,
heldur eftir beiðni Sibberns og því tilheyrt honum? Meðferð
Sibberns á ritum Jóns eins og þau væru hans eigin verk bendir
a.m.k. til þess. Jón var amanuensis, eða skrifari, og því er ekki
hægt að útiloka að eitthvað af því sem hann skrifaði hjá Sibbern
hafi verið lesið fyrir af yfirmanni hans. Einkum virðist það nokk-
uð ljóst af því sem Jón segir að ofan, að Sibbern hafi falið Jóni
verkefni til þess að vinna að og þannig hafi hann einnig mótað efni
og efnismeðferð, þótt ekki sé ólíklegt að Jón hafi haft fremur
frjálsar hendur miðað við marga skrifara lærðra manna á þessum
tíma.
Á eftir kaflanum um siðfræði frestar Sibbern stuttum kafla Jóns
um sögu og norræna fornfræði, historia et antiquitates Arctoae, til
þess að geta bætt við hann síðar og færir fram þrjár málsgreinar,
tvær örstuttar um ættfræði, genealogia, og landafræði, geographica,
og eina sem fyllir hálfa aðra blaðsíðu um skáldskap, poesis. Grein
Jóns um skáldskap er ekki nema um tvær síður í handriti (39-40),
en eftir hana vindur hann sér í niðurlagið þar sem hann hnykkir á
lærdómi Islendinga þrátt fyrir erfiðar aðstæður, svo sem fátækt og
skort á bókasöfnum, bóksölum, prenturum og öðru, og lýkur svo
kaflanum með fáeinum athugasemdum um þá sem skrifað hafa um
fornnorræn fræði. Hér, þar sem kafli Jóns endaði, heldur Sibbern
áfram með greinina um sagnfræði og fornfræði sem hann frestaði,
26 I.H.L.I.:208:... gnomae illae elegantissimae sunt & lectu dignissimae, latineque
carmine Sapphico pereleganter a lona Torchillo, amico nostro, expressae penes
me extant.