Skírnir - 01.04.2001, Blaðsíða 238
232
PÁLL BJÖRNSSON
SKÍRNIR
mæti þess að skilgreina átökin sem borgarastyrjöld vegna þess að hér var
ekki um eiginlega styrjöld milli fjölmennra innlendra fylkinga að ræða,
heldur átök fámennra sveita, eins og Loftur gerir svo góða grein fyrir.
Eitt af markmiðunum með ritun þessarar kristnisögu var að auðvelda
„lesendum að túlka íslenskt þjóðlíf og menningu, sem og eigin tilveru á
líðandi stundu" (I, viii). Meðal þess sem brennur á fólki í samtímanum
eru efnahagsleg tengsl ríkis og þjóðkirkju, en deilt er um það hvort lúth-
ersk kirkja samtímans eigi fullan rétt á þeim eignum sem kaþólska kirkj-
an hafði eignast. Maður hefði því óskað sér nákvæmari greinargerðar fyrir
því hvernig eignamálin þróuðust. Loftur sýnir raunar hvernig siðaskiptin
urðu „fjárplógur" í höndum konungsvaldsins og að hérlendis hafi kon-
ungur gengið harðar fram í eignaupptöku klaustranna heldur en í Dan-
mörku og Noregi; hann hafi með einu pennastriki komist yfir fjórtán af
hundraði jarðeigna í landinu þannig að þegar yfir lauk hafði hlutfall
kirkjueigna af öllum jarðeignum því lækkað úr um 45 í um 31 af hundr-
aði. Einnig lýsir hann vel hvernig klausturlénin urðu íslenskum höfðingj-
um uppspretta valda og auðs (III, 84 o.áfr.).
Loftur greinir skilmerkilega frá því hvernig kirkja og einveldi urðu
samofnari á 17. öld og er niðurstaða hans sú að einveldisþróunin hafi síð-
ur en svo dregið úr raunverulegu og táknrænu áhrifavaldi biskupsstóla og
biskupsembætta á landinu því að biskupssetrin hafi áfram verið aflstöðv-
ar efnahagslífs, skólamenntunar og listsköpunar í landinu (III, 217). Þá
rekur Loftur hvernig tengslin milli höfðingjaveldis og biskupssetranna
fóru að rofna á fyrri hluta 18. aldar, einkum fyrir áhrif frá píetisma. Hann
fer einnig vandlega ofan í saumana á þeirri kerfisbreytingu sem varð und-
ir lok 18. aldar - flutningi skóla og biskups í Skálholti til Reykjavíkur og
afnámi skóla og biskupsseturs á Hólum - sem „kippti... stoðunum und-
an biskupsstólunum sem efnahagslegum og menningarlegum aflstöðvum
í íslensku þjóðlífi" (III, 330).
Áður hefur verið minnst á þann skipulagslega grunn sem lagður var
að evangelísk-lúthersku kristnihaldi hérlendis undir lok 16. aldar, sem átti
jafnt við helgihald og trúfræðslu, stjórnkerfi og efnahagslega undirstöðu
kirkjunnar. Loftur minnir lesendur á að um aldamótin 1600 var t. d. búið
að prenta Biblíuna, sálmabókina, messusöngsbókina og Fræði Lúthers,
þökk sé Guðbrandi Þorlákssyni (III, 77). En þrátt fyrir þessa öflugu út-
gáfustarfsemi og breytingar á stjórnskipaninni, tókst ekki að mati Lofts
að finna lútherskunni leið að „hjörtum" landsmanna, og gengur hann þar
gegn túlkun Jóns Helgasonar (III, 104-5).19 Á öðrum stað segir hann:
19 Jón Helgason, Kristnisaga frá öndverðu til vorra tíma (Reykjavík 1927). Loft-
ur gagnrýnir eitt og annað hjá Jóni, en ætíð mjög kurteislega. Eftir að hafa
reiknað út að tíundi hver prestur hafi ástundað „frillulífi”, vísar hann til Jóns
með orðunum: „Ofmælt er því að siðferði presta hafi yfirleitt verið „óaðfinn-
anlegt““ (III, 163).