Skírnir - 01.04.2001, Blaðsíða 252
246
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
SKÍRNIR
Sumt er að vísu villandi eða ónákvæmt fremur en beinlínis rangt.
Tryggvi hefur eftir Platóni í Ríkinu (149. bls.) að réttlæti sé ekkert annað
en það sem komi hinum sterka vel. En þetta er villandi því að Platón legg-
ur þetta í munn Þrasýmakkosi og andmælir honum. Raunar getur Tryggvi
þess á 416. bls. Tryggvi hefur kunna tilvitnun (279. bls.) úr gamanleikriti
norska skáldsins Nils Kjœrs, Det lykkelige valg, á dönsku, en auðvitað er
frumtextinn á norsku: „I politikk velger man ikke sitt selskap.“ Líklega
hefur hann tekið tilvitnunina beint úr dönsku tilvitnanasafni og ekki hirt
um að fletta henni upp á frummálinu. Tryggvi skýrir heitið „Stóra bomb-
an“ sem „árás lækna í Reykjavík á Jónas Jónsson frá Hriflu", og segir síð-
an að Helgi Tómasson geðlæknir hafi lýst opinberlega yfir því að Jónas
Jónsson frá Hriflu væri geðveikur (458. bls.). Þetta er ekki rétt. Jónas
sagði í blaðagrein undir heitinu „Stóra bomban" frá heimsókn Helga til
sín og sjúkdómsviðvörun, og svaraði Helgi í annarri grein og bar af sér
sakir. Enn er ekki Ijóst hvað fór þeim í milli, þótt hugsanlega hafi Helgi
gengið lengra en góðu hófi gegndi, eins og fram kemur í vönduðum og vel
rökstuddum hæstaréttardómi í málinu. Tryggvi vitnar í orð verkamanns í
Atómstöðinni eftir Halldór Laxness: „Það á að selja landið" (541. bls.).
Segir hann að þessi orð endurspegli „afstöðu margra Islendinga á árunum
eftir síðari heimsstyrjöldina til herstöðvasamningsins við Bandaríkja-
menn“. Þetta er málum blandið. Herstöðvasamningurinn var ekki gerður
fyrr en 1951, þótt Bandaríkjastjórn bæri vissulega fram herstöðvabeiðni
1945 og Keflavíkursamningurinn svonefndi um takmörkuð lendingar-
réttindi bandaríska flughersins á Keflavíkurflugvelli væri gerður í árslok
1946. Og Macaulay lávarður hefði ekki kunnað við að vera aðeins nefnd-
ur Thomas Babington, eins og Tryggvi gerir (586. bls.).
Sumt er ekki aðeins villandi í tilvitnanasafni Tryggva heldur beinlínis
rangt. Tryggvi segir (19. bls.) að orðin: „In the long run we are all dead“,
sem höfð eru eftir J. M. Keynes, séu hvergi finnanleg í ritum hans. En þau
eru í A Tract on Monetary Reform (1923), 3. kafla, eins og segir reyndar í
Islenskum tilvitnunum mínum. Tryggvi segir (74. bls.) að eftir danska
skemmtikraftinum Victor Borge séu höfð orðin: „Smilet er den korteste
vej mellem mennesker" en í sjálfsævisögu Borges frá 1997, Smilet er den
korteste afstand ..., segir: „Smilet er den korteste afstand mellem to
mennesker". Tryggvi skýrir (211. bls.) latnesku orðin hábeas corpus svo
að þau merki þá réttarreglu að ekki sé „unnt að dæma mann fyrir mann-
dráp eða morð nema fyrir liggi lík“. En þessi alkunna réttarregla, sem
staðfest var í Englandi 1679, var um það að leiða þyrfti menn fyrir dóm,
leiða þá fram líkamlega, innan tiltekins tíma. Hún á sér hliðstæðu í 67.
grein íslensku stjórnarskrárinnar. Tryggvi segir á einum stað (229. bls.) að
í Efesos hafi staðið Artemisarhof, eitt af sjö undrum veraldar að dómi
Grikkja hinna fornu, en á öðrum stað (442. bls.), að þar hafi staðið
Díönuhof. Auðvitað var þetta Artemisarhof, þótt Rómverjar hafi kallað