Skírnir - 01.04.2001, Blaðsíða 255
SKÍRNIR
TILVITNANASAFN TRYGGVA GÍSLASONAR
249
haldið í tilvitnunum frá honum en ekki er fullt samræmi í því (sjá til dæm-
is 297. og 513. bls.).
Aðrar villur í tilvitnanasafni Tryggva eru þó sýnu verri. Sagnorðið
„er“ vantar í vísuorð Sigurðar Sigurðssonar frá Arnarholti, „I dag er ég
ríkur“ (275. bls.). I kvæðinu Fákar eftir Einar Benediktsson er eitt vísu-
orðið: „Betra á dauðlegi heimurinn eigi“ en ekki: „Betra á dauðlegi heim-
urinn ekki“ (278. bls.). Upphafið að barnasálmi séra Páls Jónssonar í Við-
vík er: »Ó, Je sú, bróðir besti“ (353. bls.) en ekki: „Ó, Jesús, bróðir besti“
(393. bls.). Skýringin á þessu ósamræmi er eflaust að í nýjustu útgáfu
sálmabókarinnar hefur ávarpsfallið, sem höfundur notaði, verið fellt nið-
ur. Atli Ásmundarson sagði samkvæmt Grettis sögu: „Þau tíðkast nú hin
breiðu spjótin" en ekki: „Þau tíðkast hin breiðu spjótin" (558. bls.), og
raskar þessi villa raunar merkingunni. Talsvert er líka um villur í erlend-
um nöfnum og textum. Sjötta grein frönsku mannréttindayfirlýsingarinn-
ar frá 1789 hljóðar ekki svo (30. bls.): „La lois doit etre la meme pour
tout.“ Hún er öðruvísi og miklu lengri. Greinin hefst á orðunum „La
loi“, ekki „la lois“, þá er nokkur kafli sem kemur þessu máli ekki við og
síðan segir: „La doit etre la méme pour tout.“ Rétt hefði tilvitnunin ver-
ið: „La loi ... doit étre la méme pour tout.“ Höfundur skáldsögunnar A
hverfanda hveli hét Margaret Mitchell, ekki Margareth (48. bls.). Orð
rómverska mælskumannsins og lögfræðingsins Ciceros voru: Civis rom-
anus sum en ekki (81. bls.): Civis romanum sum. Franski stjórnmálaheim-
spekingurinn Montesquieu hét Secondat, ekki Secondant, að millinafni
(177. bís.). Danskt bókmenntatímarit hét Klingen, ekki Klinsen (195. bls.).
Norskt skáld heitir Johan Herman Wessel, ekki Wessels (228. bls.).
Margrét Thatcher talaði um „parliamentarianism“ en ekki „parliamentar-
ism“, enda er það orð ekki til á ensku (255. bls.). Eftir Napóleon keisara
er þetta haft: „Impossible n’est pa un mot francais" (269. bls.). Tvær vill-
ur eru í þessari tilvitnun, ritað er „pa“ fyrir „pas“ og „c“ fyrir „q“. Orð
frá J. W. von Goethe eru höfð svo eftir: „Das Ewig-Weibliche zieht uns
an“ (307. bls.) en þau eiga að vera svo: „Das Ewig-Weibliche zieht uns
hinan". Bók eftir Jacob Moleschott hét Lehre der Nahrungsmittel fiir das
Volk en ekki Lehre der Ndhrungsmittel (339. bls.). Annars staðar segir
Tryggvi ranglega (580. bls.) að þessi bók sé eftir Ludwig Feuerbach og
stafsetur titil hennar aftur ranglega.
Fleira má því miður nefna. Bók Jeans Pauls, Die Unsichthare Loge,
kom út 1793 en Tryggvi segir hana hafa komið út 1793/93 (357. bls.). Ég
fann raunar ekki heldur þau fleygu orð sem Tryggvi hefur eftir Jean Paul
á þeim stað sem hann tilgreinir (1. hluta, 13. grein). Hins vegar eru þessi
orð (að vísu ekki alveg eins og Tryggvi hefur þau) í Impromptus fiir
Stammbucher: „Die Erinnerung ist die einzige Paradies, aus welchen wir
nicht getrieben werden können." Hvort sem það er prentvilla í tilvitnana-
safni Tryggva eða staðreyndavilla var upphaflegt heiti þjóðsöngs Frakka