Skírnir - 01.04.2001, Blaðsíða 112
106
GOTTSKÁLK Þ. JENSSON
SKÍRNIR
hrærigraut af villum bæði í texta Runólfs og í athugasemdum Hickes, en
hann hefur miðlað mér af stakri manngæsku frábærum viðaukum sínum
við málfræði þessa ásamt ýmsum leiðréttingum, þannig að ef einhver vildi
gera lærðum mönnum á Norðurlöndum og áköfum áhugamönnum um
þetta forna mál mikinn greiða, og tæki ákvörðun um að endurprenta og
lagfæra þetta málfræðirit, þá leyfi ég hátíðlega og fúslega þeim sama, hver
sem það kann að vera sem tekur þetta verk að sér, að miðla af þeim lag-
færingum, leiðréttingum, athugasemdum og viðbótum er ég hef í fórum
mínum, í því skyni að koma áforminu til leiðar. (200-201)
Hvað er það nákvæmlega sem Sibbern er að bjóða upp á? Ef við
skoðum skrána yfir ritstörf Jóns hjá Sibbern sjáum við að þar eru
tvö handrit, nr. 7 og 8, sem svara til þess sem Sibbern nefnir.25
Einnig er ljóst af þessu að Sibbern taldi sig hafa óskoraðan rétt yfir
handritum Jóns í Glúckstadt.
Næst er tekin fyrir guðfræði, theologia, og þar með biblíuþýð-
ingar og guðsorðabækur, biskuparnir Guðbrandur Þorláksson,
Þorlákur Skúlason, Jón Vídalín, Steinn Jónsson og Jón Árnason,
svo og prestar lærðir í hebresku og öðrum austrænum málum, svo
sem Páll Björnsson í Selárdal, Eyjólfur Jónsson á Völlum og fleiri;
þá íslenskir grískumenn, einkum Brynjólfur Sveinsson. Þá fylgir
örstuttur kafli um íslenskan lærdóm í læknislist, ars medendi, og
síðan aðeins lengri kafli um lögfræði, iurisprudentia, þar sem
Guðmundur Andrésson er í öndvegi. Kaflinn um stærðfræði,
mathematica, er álíka fátæklegur, en hefst á þeirri fullyrðingu að
ísland eigi jafnfáa áhugamenn um stærðfræði sem læknislist. Þó
eru nokkrir taldir upp og haldið áfram að fjalla um rímfræði,
astronomia, þá eðlisfræði, physica, efnafræði, chymica, og grasa-
fræði, botanica, en þeir sem frægir hafa orðið fyrir þær greinar á
Islandi eru sagðir hinir sömu og lögðu stund á læknisfræði (207).
Allir eru þessir kaflar svipaðir í báðum gerðum, þótt eins og fyrr
hafi Sibbern betrumbætt latínuna og aukið efnið.
Næst kemur siðfræði, philosophia moralis, en sá hluti endar á
því að Sibbern segir um Hávamál: „spakmæli þessi eru afskaplega
fáguð og í hæsta máta verðug þess að þau séu lesin, og ég á þau í
25 7. In Run(olfi) Jonœ Observata qvxdam marginalia v(idelicet) ej(usdem)
Grammaticam Isl(andicam). 8. Observationes in Hickesii Islandica qvœ in ejus
Thesauro Lingvarum Septentrionalium occurrunt.