Skírnir - 01.04.2001, Side 163
SKÍRNIR
SAMBANDSLAGASAMNINGUR ...
157
eins og áður hefur verið imprað á. Griffith var ekki maður ofbeld-
is og átaka og af skrifum Alexanders McGill má ráða að hann hafi
ekki verið það heldur. Þegar McGill hélt því fram að saga Islend-
inga réttlætti sjálfstæðisbaráttu Ira átti hann því fyrst og fremst við
að írar yrðu að sýna sambærilega þolinmæði og þrautseigju ef þeir
ætluðu sér að ná fram vilja sínum.
IV.
Samanburður Alexanders McGill á sjálfstæðisbaráttu Islendinga
og Ira hlaut eins og vænta mátti hina bestu umsögn í þeim fjöl-
miðlum íslenskum sem um hann rituðu. Snæbjörn Jónsson segir í
grein í Vísi 8. júlí 1921 að markmið McGills hafi verið að gefa bæði
Irum og Bretum lærdómsríkt dæmi, sem hvorirtveggja gætu tekið
sér til fyrirmyndar til þess að leysa deilu sína.54 Bætir hann því við
að allir Islendingar finni til samúðar með Irum og að óskandi væri
að ritgerð Skotans hefði einhver áhrif í þá átt sem hann hugsaði
sér. „Ef til vill tekur okkur enn þá sárar til þeirra fyrir það, að við
höfum sjálfir fengið frelsiskröfur okkar uppfylltar. Bandinginn,
sem leystur er, á svo hægt með að skilja, hve fjötrarnir særa þann,
sem eftir situr í böndum.“55
Menn eru ekki á eitt sáttir um hvort telja beri dagsetninguna 17.
júní 1944 eða 1. desember 1918 mikilvægari í sögu íslenskrar sjálf-
stæðisbaráttu.56 Ekki verður þó um það deilt að fullveldið 1918
54 Jónas Þorbergsson, ritstjóri Dags á Akureyri, tók í sama streng. Túlkaði hann
umfjöllun McGills á þann veg að orsök þess að Irar höfðu ekki náð fram sjálf-
stæði sínu eins og íslendingar væri sú að Ira hafi skort jafn dugmikla leiðtoga
og íslendingar höfðu (Jón Sigurðsson annars vegar og Daniel O’Connell hins
vegar) og að Danir hafi aldrei verið eins óbilgjarnir og Bretar. Sjá „Ritfregnir",
Dagur 30. júlí 1921.
55 „Útlendar bækur um ísl. efni“, Vísir 8. júlí 1921. Snæbjörn segir McGill reynd-
ar ekki þanri fyrsta sem taki eftir því að margt sé líkt með írum og Islendingum:
„Er mælt að Gladstone hafi tekið stjórnarskrá okkar frá 1874 og sjálfstæðiskröf-
ur til fyrirmyndar, er hann samdi Home Rule frumvarp sitt, og að James Bryce,
sem á þeim árum tók beinan þátt í baráttu okkar, hafi í þeim efnum verið hans
hægri hönd. Dr. Jón Steffensen hefir einnig ritað nokkuð í sömu átt í ensk eða
írsk blöð, en þetta er í fyrsta skipti, sem skrifað er um málið í bókarformi.“
56 Sjá t.d. gjörólíkar skoðanir Guðmundar Hálfdanarsonar, „Fullveldi fagnað",
Ný Saga 10. árg. 1998 og Björns Bjarnasonar, „Sambandslög og sjálfstæði, mis-
munandi skoðanir", Sagnir 19. árg. 1998, bls. 18.