Skírnir - 01.04.2001, Blaðsíða 104
98
GOTTSKÁLK í>. JENSSON
SKÍRNIR
af Slésvík og Holstein, en aðeins tveimur árum síðar kom út ann-
að rit um efnið. í þetta skipti var um að ræða safnrit, en þó tekið
saman af honum sjálfum, að því er virðist, Bibliotheca Historica
Dano-Norvegica, Sive De Scriptoribus rerum Dano-Norvegicar-
um Commentarius Historico-Literarius (Sögulegt dansk-norskt
bókasafn, eða bókmenntasögulegt skýringarit um þá sem skrifað
hafa um dansk-norska sögu), prentað í Hamborg og Leipzig árið
1716. Þetta rit vakti athygli hins lærða heims á Sibbern og skipaði
honum á bekk með þeim mönnum sem taldir voru lærðastir á
sviði sögu og bókmennta Norðurlanda. Um það birtust loflegir
dómar og þótti ritdómurunum að aðrir sem hygðust skrifa slík
safnrit mættu gjarnan taka skipulag Sibberns sér til fyrirmyndar.
Rit þetta, sem er ennþá til í bókasöfnum víða um heim, er hátt á
fimmta hundrað blaðsíður og hefur einnig að geyma upplýsingar
um íslenskar bókmenntir og höfunda.20 I lok formálans, sem dag-
settur er 6. apríl 1715, segir Sibbern að hann hafi dvalist í Kaup-
mannahöfn í nokkra mánuði fyrir fjórum árum við rannsóknir
fyrir ritið og að þar hafi hann athugað mest „danska höfunda lítt
þekkta eða óþekkta útlendingum." Þótt Sibbern hafi án efa aflað
þess efnis sem um Islendinga er að finna í ritinu í Kaupmanna-
höfn, er ekki gott að segja hvort hann hafi hitt einhverja Islendinga
þar. Sibbern vissi af Árna Magnússyni en hefur ekki hitt hann, því
að Árni var á Islandi til haustsins 1712.
Greinilegt er af ritinu að Sibbern stendur í nánum tengslum við
stjórnarskrifstofurnar dönsku í Gluckstadt. Árið 1649 hafði Frið-
rik III, fyrsti einvaldskonungurinn, flutt lögstjórnarráðið og
dómsmálaráðið til Gluckstadt, og það er einmitt kansellíherrun-
um í þessum ráðuneytum sem Sibbern tileinkar Bibliotheca, en
auk þess er sjálfum einvaldslögunum frá 1665 klaufalega komið
fyrir í prentuninni aftan við ritið sjálft (345-454) ásamt latneskri
og þýskri þýðingu þeirra. Ber tileinkunin það með sér að kansellí-
20 Þar er minnst á Arngrím Jónsson, Árna Magnússon, Björn á Skarðsá, Brynjólf
Sveinsson, Einar Eyjólfsson lögsagnara, Guðbrand Þorláksson, Guðmund
Ólafsson fornfræðing, Runólf Jónsson, Snæbjörn Torfason á Kirkjubóli, Sæ-
mund Sigfússon, Þorlák Skúlason, Þormóð Torfason, Þórarin Eiríksson í
Eydölum og Þórð Þorláksson.