Skírnir - 01.04.2001, Blaðsíða 254
248
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
SKÍRNIR
En Þóroddur Guðmundsson sat ekki fremur en aðrir kommúnistar á
þingi 1930. Ummælin munu hafa fallið á fundi á Siglufirði 1936. Tryggvi
segir (259. bls.) frá setningu úr Njálu sem Otkell í Kirkjubæ hafi sagt við
Hallkel, bróður sinn, um Skammkel, vin sinn, en maðurinn hét Hall-
björn, ekki Hallkell. Tryggvi vitnar í (575. bls.) gamankvæði Björns M.
Ólsens um Þórð Malakoff án þess að segja nein deili á honum, og í efnis-
yfirliti (632. bls.) er Þórður nefndur kvæðispersóna. En Þórður Malakoff
Árnason frá Grafarkoti í Mosfellssveit var drykkfelldur burðarkarl í
Reykjavík á síðustu áratugum 19. aldar.
III.
Vitaskuld verður ekki hjá því komist í verki sem er rúmlega 600 blaðsíð-
ur að þar finnist nokkrar prentvillur. Allir rithöfundar og bókamenn
kannast við hina vonlitlu en bráðnauðsynlegu baráttu við prentvillupúk-
ann. Nokkrar villur í tilvitnanasafni Tryggva Gíslasonar eru hins vegar
þess eðlis að þær hefðu ekki átt að fara fram hjá vönum yfirlesara. Á 241.-
42. bls. eru nokkrar línur endurteknar, fyrst á 241. bls. um Homo homini
lupus (tvisvar), síðan á 241.-42. bls. um Horas non numero nisi serenas
(þrisvar). Á 566. bls. er svipuð villa. Vitnað er þar í vísuorð Gríms Thom-
sens um Jónas Hallgrímsson: „Þeir, sem íslenskt mæla mál / munu þig all-
ir gráta“ (566. bls.). Fyrst er vísað skýringarlaust í önnur vísuorð í sama
kvæði: „Þú, sem áður foldar fljóð ..." En þau vísuorð vantar síðan, þar
sem þau eiga að vera eftir röðunarreglu Tryggva. Síðan er aftur vitnað í
fyrrnefndu vísuorðin og fróðleikur látinn fylgja um þau. Eitthvað svipað
hefur gerst á 238. bls., þar sem segir: „Orðin koma fyrir í ritinu eru höfð
eftir ..." Gleymst hefur að fella niður „koma fyrir í ritinu“. Sagt er í frægri
tilvitnun að sjálfur Hómer geti dottað og hér hefur annaðhvort Tryggvi
sjálfur eða fulltrúi útgefanda hans dottað við yfirlestur.
Margar ásláttar- eða prentvillur eru síðan í bókinni. Minnstu máli
skiptir að sums staðar vantar greinarmerki eins og sviga, punkta og
gæsalappir (til dæmis á 147., 543. og 575. bls.). Sumar prentvillur í bók-
inni eru líka augljósar og því meinlausar. Orðið „kvöld“ er til dæmis í stað
„kvöl“ (21. bls.), „Silverstei“ í stað „Silverstein" (29. bls.), „brunnmigur"
í stað „brunnmígur“ (75. bls.), „enginn vá“ í stað „engin vá“ (133. bls.),
„eftir franska rithöfundinum“ í stað „eftir franska rithöfundinn" (206.
bls.), „president“ á dönsku í stað „præsident" (306. bls.), „áchtem“ á
þýsku í stað „echtem" (277. bls.), „Greogary" í stað „Gregory“ (347.
bls.), „Berberini" í stað „Barberini“ (409. bls.), „Colblenz“ í stað
„Coblenz“ (454. bls.), „undirbúinn“ (stofnun) í stað „undirbúin" (495.
bls.), „swer“ á þýsku í stað „schwer“ (543. bls.), „eigan“ í stað „eiga“
(552. bls.), „knowlegde“ á ensku í stað „knowledge" (598. bls.), „Kólm-
umkilli" í stað „Kólumkilli" (622. bls.). Stafsetningu Halldórs Laxness er