Skírnir - 01.04.2001, Blaðsíða 251
SKÍRNIR
TILVITNANASAFN TRYGGVA GÍSLASONAR
245
Kostir eru og gallar á öllum þremur aðferðunum. Röðun eftir höf-
undum er heppilegust fyrir áhugamenn um sögu og bókmenntir og fróð-
leiksfúsa grúskara og röðun eftir efnisatriðum fyrir þá sem leita að tilvitn-
unum fyrir ræður og samræður. En röðun eftir höfundum er óheppileg
fyrir þá sem leita einmitt að tilvitnunum um eitthvert eitt efnisatriði, og
röðun eftir efnisatriðum getur orðið sundurlaus og torveldað leit að orð-
um eða ummælum eins höfundar sem lesandinn hefur sérstakan áhuga á.
Þess vegna fylgir jafnan tilvitnanasöfnum eftir höfundum skrá um efnis-
atriði og tilvitnanasöfnum eftir efnisatriðum sérstök höfundaskrá. Sjálf-
um finnst mér röðun eftir upphafsorðum í tilvitnunum óheppilegust, því
að nokkuð verður þá um endurtekningar og erfitt að fletta upp fróðleiks-
atriðum eftir brigðulu minni, eins og sést sums staðar á safni Tryggva. En
að nokkru leyti er sá vandi leystur í bók hans með því að vísa undir ýms-
um aðalorðum, eins og ást, græðgi og synd, í upphafsorð einstakra tilvitn-
ana um slík efnisatriði og með höfunda- og nafnaskrá aftast.
Tilvitnanasafn Tryggva Gíslasonar er mikið að vöxtum og að baki því
liggur veruleg sjálfstæð heimildavinna, þótt hann segist í formála hafa
stuðst við fjögur erlend tilvitnanasöfn, Bevingede Ord (6. útg. 1991) eftir
T. Vogel-Jorgensen, The Oxford Dictionary of Quotations (4. útgáfu
1992), Stevenson’s Book of Quotations og Gefliigelte Worte eftir Georg
Búchmann. Tryggvi rekur oftast birtingarstað og birtingarár einstakra til-
vitnana, tengir þær við aðrar tilvitnanir og segir nokkur deili á höfundum
þeirra. Er margt þar fróðlegt og skemmtilegt. I kynningu á bókarkápu
segir einmitt: „Orð í tíma töluð — Islensk tilvitnanabók er ólík hefð-
bundnum tilvitnanabókum að því leyti, að hver tilvitnun er studd ítarleg-
um bókfræðilegum upplýsingum, sem auðvelda mönnum að leita dýpri
skilnings á uppruna þeirra, auk þess sem í bókinni er að finna sögulegar
og menningarlegar skýringar á orðum og orðtökum. Orð í tíma töluð er
því ekki aðeins tilvitnanabók í hefðbundnum skilningi, — hún er menn-
ingarsjóður.“ Hér mun ég gagnrýna verk Tryggva í Ijósi þessara orða og
tveggja margreyndra reglna sem eru um leið algengar tilvitnanir: Sá er
vinur er til vamms segir, og hafa skal það sem sannara reynist.
II.
Þegar mikill fróðleikur er dreginn saman á einn stað, eins og í bók
Tryggva Gíslasonar, verður ekki hjá því komist að einhverjar staðreynda-
villur slæðist með. Errare humanum est, manninum er villugjarnt, svo að
enn ein algeng tilvitnun sé notuð. Ég skal hins vegar játa að villurnar voru
nokkru fleiri en ég hafði búist við þegar á það er Iitið hversu lengi bókin
var í smíðum (en fyrst var tilkynnt um útkomu hennar árið 1991 og þá á
vegum bókaútgáfu Arnar og Orlygs). Skal ég rekja hér nokkur dæmi þó
að sú upptalning geti alls ekki verið tæmandi.