Skírnir - 01.04.2001, Blaðsíða 269
SKÍRNIR
AUSTAN VIÐ MÁL OG SUNNAN VIÐ VERK
263
Frá sýningu í
Nýlistasafninu
1999. Málverk,
1997, olía á striga,
30,5 X 20,5 sm.
Eigandi: Fiugleiðir.
ur innan frá verkinu. Nokkrar þessara mynda gat að líta á sýningunni
Gullpensillinn á Kjarvalsstöðum í janúar-mars 2001, en þaðan er einnig
mynd sú af bláberjalyngi sem prýðir kápu þessa heftis Skírnis og er nær
hinum upphaflegu tilraunum Eggerts með að nota jurtaríkið sem efnivið
í tvívíð myndverk.
Þótt Eggert Pétursson sé sem listamaður sprottinn upp úr umróti átt-
unda áratugarins, undir áhrifum frá konseptlist, sem í öfgafyllstu mynd
hafnaði allri fagurfræði og handverki, og frá flúxus-stefnunni, sem gekk
meðal annars út á að allt hvað eina sem listamaður fengist við gæti verið
list, er hvorki konsept né flúxus það fyrsta sem mönnum dettur í hug í ná-
vist verka hans. Miklu fremur eru það klassísk gildi, eins og eftirlíking
náttúrunnar, fegurð, handverk og skraut. Samt sem áður er hinni hefð-
bundnu skoðun, að málverkið sé gluggi sem sýnir þrívíðan heim á tvívíð-
um fleti, í rauninni umbreytt í þessum blómamálverkum Eggerts. Málverk
hans virðast tvívíð og flöt, en eru í raun mismikið upphleypt og með
ójafnri áferð. í tiltekinni fjarlægð eru þau eins og gluggi sem veit niður í
svörðinn og skapa raunsæislega rýmisblekkingu, en við nánari athugun
sést að hin þrívíða raunsæisblekking stenst ekki, því að myndefnið er eins
og flatt út á tvívíðan flötinn, ekki ósvipað og jarðarkúlan á landakorti. Og
þó er hvert verk eins og nærmynd af landslagi, smáger heimur þar sem í
ljós koma við nánari skoðun fleiri smágerðir heimar sem gefa ávæning af
þrotlausu ferli. Þau eru bæði málverk og ekki málverk, tvívíð og ekki tví-
víð, með dýpt og án dýptar. Það er einmitt þetta samspil mótsagna í verk-
um Eggerts sem gerir þau íhugunar virði, samspil yfirborðs, dýptar og
sjónblekkingaráhrifa sem breytast eftir því hvort horft er á verkið eða inn
í það.
Gunnar Harðarson