Skírnir - 01.04.2001, Blaðsíða 245
SKÍRNIR
ER HÆGT AÐ RITA HLUTLÆGT ...
239
hafi viðhorf þeirra breyst. Þessa mikilvægu breytingu útskýrir hann á eft-
irfarandi hátt, raunar án þess að vísa til heimilda:
I fyrsta lagi vildu þeir halda í tengsl kirkjunnar við sögu og menningu
þjóðarinnar. ... Að þessu leyti hafði þjóðkirkjan táknrænt gildi fyrir
íslenskt þjóðerni. I öðru lagi var það hagkvæmt fyrir hið nýja ríkis-
vald á Islandi að tengjast þjóðkirkjunni sem stofnun enda hafði það í
raun töglin og hagldirnar varðandi stjórn kirkjunnar. I þriðja lagi var
það í anda lýðræðis og umburðarlyndis að búa svo um hnútana að
ólíkar skoðanir í guðfræði og ólíkar trúarlegar hreyfingar gætu rúm-
ast innan þjóðkirkju sem samkvæmt eigin skilgreiningu skyldi þjóna
öllum [leturbr. mín] þegnunum. (IV, 248)
Það vekur athygli hvernig frásagnarhátturinn breytist, í stað þess að vísa
áfram til stjórnmálamannanna er komin þátíð; það er engu líkara en að
Pétur sé ekki að lýsa þeirra afstöðu heldur sinni eigin. Síðar í ritinu vísar
hann aftur til þessara orða og dregur ekki úr: „Eins og áður hefur komið
fram gegnir íslenska þjóðkirkjan hlutverki í því að skapa einingu og við-
halda samheldni ólíkra hópa. Menn [leturbr. mín] gera sér grein fyrir
sögulegu og menningarlegu hlutverki kirkjunnar og e.t.v. má tala um
þjóðartrú Islendinga í þessu samhengi. Þar samþættist kirkjan sem stofn-
un íslenskri þjóðarvitund eða „þjóðarsál““ (IV, 391). I þessum orðum
verður hin þjóðkirkjulega afstaða Péturs ljóslifandi: 1 hinni evangelísk-
lúthersku kirkju á að vera rúmt til veggja, hún á að rúma ólíka trúarhópa
og jafnvel að skírskota til allra þegna þessa lands, kristinna jafnt sem
ókristinna. Raunar lætur Pétur þess síðar getið að prestastefna árið 1975
hafi varað við dultrúarfyrirbærum af ýmsu tagi, þ.á m. spíritisma (IV,
416), og að 1991 hafi kirkjuþing varað við nýaldarhreyfingunni (IV, 417).
I framhaldi af þessu varpar Pétur þó ekki fram þeirri (rökréttu) spurn-
ingu, hvort þessar samþykktir séu í samræmi við þá skoðun hans að
„skapa einingu og viðhalda samheldni ólíkra hópa“.
Hugsjón Péturs um hina breiðu þjóðkirkju veldur líklega því að
hann er frekar hliðhollur svokallaðri dultrúarhreyfingu og bendir á að
hún hafi orðið til þess að „þjóðfélagshópar sem annars voru líklegir til að
fjarlægjast kirkju og kristna trú létu sig trúmál og kirkjumál miklu
varða“ (IV, 278). Væntanlega myndu margir taka undir þessa túlkun.
Þjóðkirkjuhugsjón Péturs birtist einnig í því að hann gagnrýnir ekki þá
sem hafa haft mest völd innan þjóðkirkjunnar. Þótt samúð hans sé með
svokölluðum frjálslyndum guðfræðingum, sem höfðu undirtökin innan
þjóðkirkjunnar á fyrri hluta 20. aldar, þá fer hann fremur lofsamlegum
orðum um Sigurbjörn Einarsson biskup (IV, 366-68), manninn sem sner-
ist gegn frjálslyndu guðfræðinni. Það kveður við annan tón í nýlegri
grein eftir Gunnar Kristjánsson, því að þar birtist Sigurbjörn sem fulltrúi