Skírnir - 01.04.2001, Blaðsíða 154
148
DAVÍÐ LOGI SIGURÐSSON
SKÍRNIR
Að sögn Griffiths, sem stofnaði samtökin Sinn Féin árið 1905,
hafði ungverskum þjóðernissinnum með einarðri en þó friðsam-
legri mótstöðu sinni (passive resistance) gegn austurrískum yfir-
ráðum, og í kjölfar ósigurs Austurríkis fyrir Prússum árið 1866,
tekist að fá því framgengt að hin forna stjórnarskrá Ungverja
öðlaðist gildi á nýjan leik árið 1867. Samkvæmt stjórnarskránni
varð Ungverjaland sjálfstætt konungdæmi en í tengslum við Aust-
urríki því að svo vildi til að maður sá, sem var keisari Austurríkis,
var jafnframt konungur yfir Ungverjalandi. I þessu persónulega
konungssambandi nytu Ungverjar að fullu sömu réttinda og
Austurríkismenn.26
Það var skoðun Griffiths að írska þingið sem starfaði á árun-
um 1782-1800 hefði einnig starfað samkvæmt fornum réttindum
Ira. A þessum árum hefði aðeins viljað svo til að Irar deildu kon-
ungi með Bretum. Griffith sagði að lagasetningin frá 1782, sem
veitti Irum þetta sjálfstæði, hefði verið sáttmáli sem Bretar höfðu
engan rétt til að fella einhliða úr gildi. Lagasetningin frá 1801, sem
færði Irland undir full yfirráð stjórnvalda í London, hefði þar af
leiðandi verið réttarbrot og því hefði það verið röng stefna hjá for-
ystumönnum Ira á 19. öld að heyja sjálfstæðisbaráttuna á vett-
vangi breska þingsins. Þessar hugmyndir endurómuðu í bæklingi
Alexanders McGill og hann taldi að árangur íra í sjálfstæðisbarátt-
unni hefði orðið meiri ef þeir hefðu notið slíkra foringja sem Is-
lendingar. Hikaði McGill ekki við að jafna Jóni Sigurðssyni við
höfðingja eins og þá George Washington, Abraham Lincoln og
Woodrow Wilson, en aðdáun hans á leiðtogum írskra þjóðernis-
sinna (Daniel O’Connell, Charles Parnell, John Redmond) var af
skornum skammti. Sagði hann þá ekki hafa staðið sig sem skyldi,
látið blekkjast af loforðum Breta og sjálfir unað sér vel við
allsnægtir í Lundúnum.27
26 Patrick Maume, „The Ancient Constitution: Arthur Griffith and his intellect-
ual legacy to Sinn Féin“, Irish Political Studies, 10, 1995, bls. 124-25.
27 Alexander McGill, „The Resurrection of Iceland", bls. 68 og The Independence
of Iceland, bls. 19. Hin nýja kynslóð þjóðernissinna sem kom fram eftir 1916
taldi að þeir O’Connell, Parnell og Redmond hefðu spillst af veru sinni í stór-
borginni London. Sjá J.J. Lee, Ireland 1912-1985. Politics and Society
(Cambridge 1989), bls. 44 og D. George Boyce, Nineteenth-Century Ireland.