Skírnir - 01.04.2001, Blaðsíða 165
SKÍRNIR
SAMBANDSLAGASAMNINGUR ...
159
London 1921 og áfrýjunarorð McGills í Liberty í júní 1921 höfðu
varla mikil áhrif á afstöðu breskra stjórnvalda í deilunni við Ira.
Heimildirnar þegja a.m.k. um slíkar bollaleggingar, hafi þær bor-
ið á góma við samningaborðið.62 Samanburðurinn við stöðu
Kanada var samningamönnum á hinn bóginn ofarlega í huga og
sendinefnd Ira fór yfir það lið fyrir lið í innbyrðis samræðum sín-
um hvaða réttindi Kanada hafði sem hluti breska heimsveldisins.63
Sambandslagasamningur íslands og Danmerkur getur þannig
varla talist hafa verið fyrirmynd fullveldis á Irlandi. Eftir stendur
þó sú áhugaverða staðreynd að bresk dagblöð veittu samningnum
athygli í aðdraganda fullveldisviðræðnanna og einnig að vel rit-
færum Breta þótti ástæða til að bera saman þjáningar írskrar og ís-
lenskrar þjóðar, og halda því fram að hin fyrrnefnda gæti lært
margt af reynslu þeirrar síðarnefndu. The Independence of
Iceland hlaut aldrei sama heiðurssess í bókaskáp írskra þjóðernis-
sinna og rit Arthurs Griffith, The Resurrection of Hungary. Ritin
eiga það þó sammerkt að höfundarnir voru eldheitir þjóðernis-
sinnar og segja má að McGill, rétt eins og Griffith í sínu riti, hafi
orðið allt að vopni í þeirri viðleitni að sýna fram á líkindi milli ís-
lenskrar og írskrar sjálfstæðisbaráttu. Þeir voru á einu máli um að
þjóðirnar hefðu heilagan rétt til frelsis á grundvelli sögu, sérstöðu
og þjóðernis.
62 Auðvitað er erfitt að fullyrða um þetta en lykilrit Pakenhams getur a. m. k.
engra slíkra bollalegginga. Það gera ekki heldur önnur haldgóð rit, eins og t. d.
ítarlegar dagbækur Toms Jones, sem var ritari bresku samninganefndarinnar,
Tom Jones Whitehall Diaríes, ritstýrt af Keith Middlemass (London 1971), eða
bækur þeirra J.M. Curran, The Birth of the Irísh Free State 1921-1923 (London
1980), D.G. Boyce, Englishmen and Irish Troubles: British Public Opinion and
the Making of Irish Policy 1918-1922 (London 1972) og Michaels Hopkinson,
Green against Green: The Irish Civil War (Dublin 1988). Hopkinson, sem hef-
ur kannað allar helstu frumheimildir í tengslum við nýjar rannsóknir sínar á
frelsisstríði fra 1919-21, kannaðist ekki við slíkar hugmyndir þegar höfundur
þessarar greinar spurðist fyrir um þær, sbr. bréf Hopkinsons 4. febrúar 2000.
63 Sbr. Frank Pakenham, Peace by Ordeal, bls. 200.