Skírnir - 01.04.2001, Blaðsíða 221
SKÍRNIR
KRISTNI Á MIÐÖLDUM
215
Þannig lifðu klerkar, munkar og nunnur síðmiðalda eins og hálfgildings út-
lendingar í veraldlegum heimi almennings. A svipaðan hátt má segja að
starfsmenn kirkjunnar ýmsir, sem ekki voru klerkar, t.d. bændur á ákveðn-
um kirkjujörðum sem lifðu undir verndarvæng stofnunarinnar, hafi verið
eins konar útlendingar í ríki hennar. Þeir gegndu ekki klerklegum embætt-
um og gátu gifst, en ef brotið var á þeim gilti hið sama og um klerka.38 Slík-
ur verknaður taldist til brota gegn kirkjunni sjálfri og var dæmt á hennar
vegum, á sömu forsendum og um vígðan mann væri að ræða. Viðurlög við
að beita þá ofbeldi voru bann af sjálfu verkinu, rétt eins og við ofbeldi í
kirkju og hvers konar helgispjöllum. Enginn vafi er á að kirkjan á Islandi
starfaði samkvæmt þessu kerfi eftir 1275. Um það vitna hundruð skjala. í
fyrsta bindi Kristni á Islandi er skemmtilegur kafli um ósamstæða presta-
stétt (1,232-43). Ég sakna sambærilegs kafla um stéttina í öðru bindi. Þarna,
eins og á fleiri sviðum, vantar þó að gerð sé nógu skýr grein fyrir þeim
breytingum sem urðu á uppbyggingu samfélagsins á síðmiðöldum.
Tvö lögsagnarumdæmi, tveir dómstólar - deildaskipt kirkjustjórnun
En kirkjan var heilt ríki og þar þurfti að sinna mörgum verkum. Munur á
klerkum var ekki aðeins efnalegur, heldur sinntu þeir margvíslegum emb-
ættum. Mörg þeirra hafa aldrei verið til á íslandi og önnur, t. d. kanúkar,
höfðu aðeins hluta af þeim áhrifum hérlendis sem slíkir gátu haft í stór-
borgum og við alvöru dómkirkjur. í stórum dráttum héldu lögmál kirkju-
ríkisins sér þó hérlendis. Rétt eins og í veraldlegu stjórnkerfi skiptist
starfssvið embættismanna eftir stofnunum sem þeir störfuðu í. Stærsta
aðgreining innan kirkjunnar á síðmiðöldum var í tvær stofnanir, forum
internum ogforum externum.
Norrænir fræðimenn virðast leggja þá merkingu í þessi orð aðforum
internum hafi verið það svið sem sneri að innri málefnum kirkjunnar, en
forum externum hafi verið dómstóll yfir Ieikmönnum, þ. e. þeim sem ekki
voru vígðir.39 Þannig segir Gunnar í umfjöllun um klerk sem kallaður var
fyrir veraldlegan dómstól á 12. öld:
38 Sjá t.d. DI V: 689 og VII: 509. Oft er talið að einungis vígðir menn hafi heyrt
undir kirkjulög. Sjá t.d. Inga Sigurðsson, „Saga Evrópu á síðmiðöldum", Saga
fslands. IV. bindi (Reykjavík 1989), bls. 28.
39 Það er ekki algilt. Magnús Stefánsson getur þess að eftir 1275 hafi skyldur klerka
við söfnuðinn talist til innri málefna klerkdómsins og kirkjunnar og því ekki átt
heima í kristinrétti. Hann setur það þó ekki í stærra samhengi og getur þess
ekki að slík fyrirmæli hafi verið að finna í skriftaboðunum. Sjá Magnús Stefáns-
son, „Frá goðakirkju til biskupskirkju", bls. 153. Svipaða sögu er að segja um
Guðbrand Jónsson, „Alþingi árið 1481“, bls. 172-73: „Fyrst var beitt hegning-
um á andlega sviðinu (forum internum), en sú varð raunin, að aldrei urðu
möskvarnir nógu þröngir, og var þá til frekari fullvissu farið að beita ytri hegn-
ingum á veraldar vísu (forum externum)."